Ég var að koma af Fahrenheit 9/11 í kvöld og er nú búinn að sjá hana tvisvar. Mér finnst myndin rosalega góð og ég er sammála sjónarmiðum Michael Moore á flestum sviðum.
Umræðan í kringum þetta hefur samt farið í taugarnar á mér, kunningi minn vildi t.d. fræða mig um þá staðreynd að það væru 210 staðreyndavillur í myndinni…
Það er ein mjög augljós rök fyrir því það passar ekki. Hún er sú að ef það væru virkilega staðreyndavillur í þessari mynd hefði verið búið að lögsækja hann fyrir löngu. Hann var t.d. hankaður á einhverju smáatriði af dagblaði sem er núna að lögsækja hann fyrir að birta fyrirsögn úr blaðinu sem kom í ljós að var bréf frá lesanda en ekki frá blaðinu sjálfu.
Þannig að ég get lofað ykkur því að eitthvað af þessum olíufyrirtækjum væri löngu búið að lögsækja hann ef þeir hefðu fyrir því einhvern grundvöll.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að Moore málar hlutina sterkum litum, en hann kæmist aldrei upp með að búa til staðreyndir eða falsa myndefni. En hann þarf að setja þetta sterkt upp því það þarf að vekja fólk til umhugsunar og forða heiminum frá öðru valdatímabili George W. Bush, það er ekkert grín að þessi gaur sé valdamesti maður á jörðinni meðan þessi orð eru skrifuð. En það þýðir ekki að hann sé óheiðarlegur.
Nú eiga margir eftir að svara þessari grein þannig að Michael Moore sé bara loddari og lygari og nefna mörg dæmi þess til stuðnings. Það segir sig líka auðvitað sjálft að þegar ráðist er á jafn valdamikið batterí og bandarísku stjórninni þá muni sú stjórn ekki horfa aðgerðarlaus á, auðvitað býr hún til orðróma um að þessi maður sé loddari sem hatar Ameríku og sé að búa til staðreyndir. Og eitthvað fólk mun trúa þeim áróðri og telja ykkur trú um þetta.
Segið mér þá þetta.
1. Er Michael Moore að falsa tengsl Bush við Bin Laden fjölskylduna? myndefnið þar sem hann er að slá sér upp með þeim, opinberar skýrslur sem sýna fram á það o.s.frv.?
2. Er fundurinn þar sem olíufyrirtækin sem Bush og vinir hans eiga í að fagna því hversu góðir tímar eru fram undan nú þegar olían í Írak er kominn til sögunnar. Er hann að falsa viðtal þar sem einn af þessum fyrirtækjagaurum viðurkennir án blygðunar að enginn hefði nennt að ráðast á Írak ef það væri ekki fyrir olíuna þar?
3. Er hann að falsa upptökurnar af Bush? upptökur úr stríðinu? upptökur úr viðtölum við bandaríkjastjórn o.s.frv
4. Er það ekki augljóst að þegar einhver flettir hulunni af slæmum hlutum sem maður hefur gert þá segir maður fólki að hann sé að ljúga? Áróðurinn er einmitt svo mikill gegn Moore? Vissulega er Moore að mörgu leyti með áróður, en Gandhi var líka með “áróður”, en þeir eiga það sameiginlegt að reyna að sameina fólk með friðarhugsjónum en ekki í múgæsingi og ofbeldi. Er ekki líklegt að þær “staðreyndir” sem fólk telur sig vita um Michael Moore séu komnar frá miðlum sem reyna eftir fremsta megni að grafa undan trúverðugleika hans?
Enn líklegra en að einhverjum gaur hafi þótt sniðugt að búa til fullt af kjaftæði um fólk til að svala peningagræðgi. Og að þessi gaur sé svo góður lygari að hann fái virt verðlaun eins og gullpálmann í Cannes og óskarsverðlaun… meikar ekki sens fyrir mér.
Spáið í þetta.
4. Meikar það ekki fullkomið sens að ef hann væri að falsa hluti og fara rangt með staðreyndir þá væri búið að fara í mál við hann? Vinsælasta “heimildamynd” allra tíma kæmist ekki upp með svoleiðis.
sem leiðir mig að síðasta og mikilvægasta punktinum:
5. Ef Michael Moore er ekki falsari, og staðreyndirnar sem hann birtir eru réttar (sem við erum búin að komast að að hlýtur að vera) hefur hann þá ekki heilmikið til sín máls? Sama hversu “sterkum litum” hann málar það? Staðreyndirnar tala bara fyrir sjálfa sig. Þú tekur ekki staðreyndir úr samhengi. T.d. bara það að það er staðreynd að forsetinn sem bandaríkjastjórn setti yfir afghanistan sat með fólki úr bush stjórninni í ráði hjá olíufyrirtæki og eitt af hans fyrstu verkum var að koma í gang olíuleiðslu til kaspíahafsins sem færði þessum olíufyrirtækjum heilmikinn gróða. Það er staðreynd að nú eru olíufyrirtæki í eigu manna úr bush stjórninni að græða á tá og fingri í írak á meðan kostnaðurinn við innrásina er tekinn úr velferðarkerfi bandaríkjanna.
Ef þið hafið ekki séð mynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11 mæli ég með því að þið gerið það hið snarasta. Ekki fara með hana trúandi því að þetta séu staðreyndavillur eða að hann sé loddari, því fólk á eftir að segja ykkur það en prófið þá að spyrja viðkomandi að þessum spurningum og sjá hvað hann segir.