Þannig er mál með vexti að ég bý í stigagangi með 13 öðrum íbúðum.
Fyrir um 4 árum fékk ég hvolp upp í hendurnar og gekk á allar íbúðir og fékk leyfi fyrir honum, sem ég sagði að ætti að vera til bráðabirgða þar sem ég ætlaði ekki að stoppa svo lengi í þessarri blokk.
Síðan þá hef ég lent í peninga-hremmingum og á nú uppsafnaða hússjóðsskuld, um 7 greiðsluseðlar í vanskilum, sem komnir eru í lögfræðing. Þess má geta að pabbi á íbúðina sem ég er í.

Fyrir um einu ári síðan flytja inn a.m.k 2 nýir íbúar, og einmitt þeir íbúar taka við ´formannsstörfum hússtjórnar og hinn tekur við gjaldkerastöðu. Síðustu tvo mánuðina finnst mér ég bara hafa orðið fyrir einelti. (sjá neðar - eftir ´útskýringar´)

Um áramótin kom hundur númer 2 óvænt uppí hendur mínar sem ég ætlaði að sjálfsögðu að láta frá mér, en er hér enn hjá mér, en notabene, enginn hefur kvartað undan þessum hundum því þeir eru að öllu leyti vel upp aldir og heyrist aldrei píp í þeim, en ég hef ekki gengið á íbúana til þess að fá leyfi fyrir númer 2, einfaldlega afþví ég ætlaði mér aldrei að halda henni, en já hún er hér enn hjá mér. Semsagt komin með 2 hunda.

Í júní 04 fæ ég bréf frá formanni hússjórnar um að ef ég ekki fari að standa í skilum með hússjóð frá og með maí 04 þá verði þau að útiloka mig frá þvottahúsi sameignar og ef ég ekki stæði í skilum framvegis gæti komið til greina að afturkalla hundaleyfið, sérstaklega þar sem ég væri komin með 2 hunda.

Ég svara því bréfi á mjög kurteisan máta og segist ætla að standa í skilum framvegis þessa fáu mánuði sem ég eigi eftir að vera hér, þar sem ég sé á förum, og tek fram að ég verði örugglega farin innan 3ggja mánaða. Bið ég svo formann hússjórnar að gefa mér upphæð hússjóðs fyrir maí og júní og inn á hvaða reikning ég geti lagt þetta, þar sem reikningar séu sendir annað. Hússjóðs-greiðsluseðlar hafa verið sendir til pabba þar sem ég er óvinnufær vegna þunglyndis, félagsfælni, frestunaráráttu og bakveikinda, og hefur hann reynt að borga þá fyrir mig, þar sem ég er ´skjólstæðingur´ Félagsmálaþjónustu Kópavogs og fæ sem nemur 76.863.- á mánuði.
Formaður hússjórnar bendir mér á að tala við gjaldkera hússtjórnar. Sem ég og geri.
Ég sendi til hans miða með nokkrum orðum… eitthvað á þessa leið

Kæri Guðmundur,
gætirðu gefið mér upphæð greiðsluseðils fyrir maí og júní og inná hvaða reikning ég get lagt ?

Svarbréfið frá honum er í alla staði ruddalegt og er skrifað á þann hátt að mætti halda að hann væri að tala við 5 ára barn, m.ö.o. lætur einsog ég sé heimsk. Enn fremur segir hann í einni setningunni;

“Þar sem of lengi hefur verið stjanað við þig og þitt hyski”.

Ég gapti þegar ég las þetta bréf og ég ákvað að fjölrita það, og lét fylgja með bréfi sem kom frá mínu hjarta um þessa framkomu, til allra íbúa stigagangsins.
Fékk ég nokkuð mikið af mjög hneyksluðum íbúum til mín sem sögðust vera mjög hissa
og að svona segði maður ekki við einn né neinn. S.s. þeir stóðu með mér.

En engu að síður drífur pabbi sig í bankann og ætlar að borga þessa maí og júní reikninga hússjóðs, og það FYRIR þann tíma sem hússtjórn gaf okkur frest til. En viti menn, ….. maí reikningurinn var farinn í lögfræðing, svo bara júní var greiddur þann daginn.

Í síðustu viku 21/7 fékk ég svo bréf í póstkassann frá formanni hússtjórnar þar sem að ég
er áminnt um að júlí sé enn ógreiddur og ég verði að borga hann til að komast hjá frekari óþægindum.

Um viku seinna, eða 29/7 fæ ég bréf sem gefur mér frest til kl 1600 þ. 30/7 til þess að greiða þennan júlí-seðil ella verður skipt um sílendra í þvottahúsi og mér ekki afhentur lykill.

Í dag náðum við pabbi að nurla saman um 10þús til að afgreiða þennan júlí-reikning svo að ég
held þvottahúsinu um sinn.

EN………….

Í dag, 30/7 er ég fer í póstkassann þá er þar bréf frá heilbrigðiseftirlitinu varðandi hundahald í stigagangnum, með afriti af bréfi Guðmundar dagss. 20 júlí, þar sem Guðmundur gjaldkeri hefur klagað mig og vil afturkalla leyfið VITANDI að ég ER á förum……………………

Svo nú spyr ég, er þetta ekki of langt gengið? Í bréfinu sem ég sendi á alla íbúa stigagangsins
í byrjun júlí tek ég fram að ég verði farin innan 3ggja mánaða. Til hvers er hann þá að senda
þetta? Er þetta ekki bara til þess að ergja mig?

Þetta er mikið ergjandi þar sem ég hef búið hér í frið og ró og engar kvartanir fengið, það er aldrei hundaskítur í görðum Hamraborgarinnar, einfaldlega vegna þess að ég fer alltaf með þau annað að gera sitt, en það koma fyrir slys og þá er ég fljót að þrífa það upp (læt ekki hanka mig á smáatriðum) það heyrist aldrei í þeim, það fer meira að segja mjög lítið fyrir mér, því ég geng svolítið með veggjum vegna félagsfælninnar.
Þessi Guðmundur, gjaldkeri, er eitthvað veikur held ég, þar sem hann er í algeru stríði við fullorðinn mann hér í stigagangnum sem búið hefur hér í um 25 ár! Aumingjans maðurinn má ekki vera í sólbaði á sólskinsdögum þá er hann kallaður ósómi! ?
Svo er þetta gjaldkera-krippildi (afsakið orðbragðið) nýflutt hingað inn og heldur að hann ráði öllu.

Fussum svei!

Það sem mig langar helst að vita er, er þetta einelti eða er lífið “bara” svona í blokkum.