Öll stærri og smærri stríð í heiminum síðustu öld sem vesturlönd hafa tekið þátt í hafa að mestu eða öllu leiti snúist um að tryggja sér olíu til að drífa iðnaðinn heimafyrir. Svo ekki sé talað um allskyns klæki eins og að steypa lýðræðislega kosnum leiðtogum og setja inn einræðisherra í staðinn. Eins og bandaríkin hafa stundað í S-Ameríku en þau flytja einmitt meiri olíu inn þaðan heldur en hvað þeir framleiða sjálfir og flytja inn frá mið-austurlöndum samanlagt. Þó er ekki hægt að skella sökinni á bandaríkin, þeir eru bara stærstir og þessvegna ber mest á þeim. Öll vestræn ríki, þar með talið ísland er háð olíu. Ef tæknin til framleiðslu vetnis og vetnishreyfillinn yrði nógu þróað þannig að hægt væri að framleiða vetni á staðnum með hjálp fallvatnsorku, sólarorku, vindorku og sjávarfallaorku þá væri engin ástæða fyrir öll þessi stríð og þjáningar fólks út í heimi til að tryggja velmegun heimafyrir.
Nú þegar fleyrir álfyrirtæki eru farin að spyrjast fyrir um ódýra raforku á íslandi er mikilvægt að við, lýðurinn, og stjórnvöld færu að hugsa sinn gang. Að öllum hugsjónum slepptum væri það ekki sárgrætilegt ef ísland klúðraði möguleika sínum á að verða stærsti vetnisútflytjandi í heimi í framtíðinni afþví öll raforkuframleiðslan væri bundin samningum til álfyrirtækja.
Hvort viljum við, gera landslagið flekkótt af álfyrirtækjum spúandi út eiturskýum (ég hef unni í álveri þannig að ég þekki hversu ógeðslegt loftið er þar inni) eða ýta enn frekar undir hreinleika ímynd ísland með því að verða leiðandi í grænni orku. Mér sýnist að fleyrir álver væri stórkostlegur þumalbrjótur í því tafli sem hagkerfi íslands er til lengri tíma.
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.