Ég myndi segja að þetta sé bein afleiðing ójafns neyslusamfélags.
ójafnt því að í fjölmiðlum er veifað framan í fólk hinu góða lífi, lífi sem er ekki nema á fárra hendur að nálgast, duglegir vinnuþjarkar eða ekki.
Þetta er ekki eins slæmt fyrir hið eldra fólk, því að því eldra sem það er, því minni tíma hefur þessi heilaþvottur gengið yfir.
Ég segi heilaþvottur, því að við lifum í kapitalistaþjóðfélagi, sem þyðir ekkert annað en það besta fyrir þá bestu og dauðann úr skel fyrir þá lélegustu.
á sama tíma er sagt að það gildi eingöngu að sigra. Og eingöngu líf sigurverarans er sýnt í rósrauðum bjarma. venjulegt líf er túlkað sem leiðinlegt. og allt þar fyrir neðan tilefni til sjálfsmorðs.
Og ekki nóg með að síðasta eina og hálfa kynslóð (rúmlega) hafi haft svona áróður fyrir augunum fyrir fæðingu, heldur hefur gáfnafar hverrar kynslóðar aukist mjög, veistu að í dag er gáfnavísitalan 100 sambærileg við 120 árið 1900, allar kynslóðir urðu nefnilega mun gáfaðari en sú fyrri en þeir vildu halda 100 sem meðaltalinu.
Þetta þýðir að þegar þú sagðir mömmu þínum og pabba að þau væru vitlaus, hafðiru rétt fyrir þér og sömuleiðis munu börnin þín hafa rétt fyrir sér í framtíðinni.
Að fólk í dag sé gáfað er nauðsynlegur punktur, því það þarf gáfur(smá) til að sjá að í okkar þjóðfélagi ná mjög fáir hinu góða lífi.
Flestir enda í miðjunni eða neðar, og börnunum okkar og okkur er sagt að þetta sé slæmt og maður án jeppa er loser, og eingöngu peningar tala.
Að heyra þetta frá fæðingu, vitandi það að draumar þínir eru vonlausir, allavega ef þú vilt verða frægur og ríkur, hlutur sem okkur er reynt að telja um trú um að sé eini eftirsóknarverði hluturinn í lífinu?
hvað gerir það við sífellt gáfaðara fólk sem yfir dynur líka samsuða heils heims sem aldrei fyrr, endalausir hlutir til að pæla í og þvælast fyrir?
Tja af tíðni þunglyndis hér á landi, virðist það gera fólk frekar niðurlútt og vonlaust.
Gaman að halda það að eini séns manns sé með plastíkaðgerð, bodybuilding og að vekja athygli á sér.
Eða eru þessir hlutir ekki með því algengasta sem fólk gerir?
Sumir vilja vera læknar, sumir vilja fjölskyldu og svo framvegis, þökk sé hollywood og slíkum hinsvegar er draumur skuggalegra margra innst inni sá að vera frægur og ríkur.
Innst inni eða yst, vita hinsvegar flestir að þeir eiga aldrei nokkurntímann séns í drauminn.
Af þeim sem gefast ekki upp eru afar fáir sem nokkurntíma meikar það.
Draumar fólks er oft tilgangur lífs þess, hvað skeður þegar tilgangur hverfur, hvernig er tilgangslaus manneskja?
Hún er vonlaus, nennir ekki neinu og er á lyfjum við geðsveiflum.
Spurning hvort að svarið sé ekki frekar að reyna vekja athygli þessa fólks á einhverju öðru,
heldur en að vera sparka í “aumingjanna”
Hvað er það sem gerir þig svona mikið vinnudýr, hvað eru þínir draumar, að hverju stefniru, eru væntingar þínar álíka óraunhæfar og þessa fólks?
Hvað gefur þér tilgang?
550
Góðir punktar hjá þér, af hverju erum við svona rosaleg neysludýr við Íslendigar ? Við erum farinn að slá Könunum við í bílavæðingu og ég er viss um að Evrópsku ferðamennirnir sem reyna í háfgerðri örvæntingu að fara fótgangandi um borgina séu gáttaðir á þessu.
Öll neysla hér er í toppi, matur, afþreying, vímugjafar, geðlyf, allt hefur risið hratt, og það er ekki tilvijun að öryrkju fjölgar um leið, fórnarlöm “neyslustríðsins”. Maður heyrir um fjölskyldur sem slíta sér út til að geta leyft sér sama og fólkið í vinahópnum og alltaf er e.h. sem þarf að gera betur, og “vígbúnaðarkapphlaup” neyslunnar heldur áfram. Svo kemur að nýju fórnarlambi, gjaldþrot,skilnaðir og jafnvel innlögn á geðdeild.
Það er fyndið að þegar eru gerða kröfur til hins opinbera(á ekki Ríkið að gera eitthvað ?) þá er alltaf bent á “löndin sem við berum okkur saman við” þ.e. Skandinavísku paradísina, en það er aldrei borið saman á hinn veginn, þ.e. að stór hluti þeirra gera minni kröfur til þeirra lífsgjæða sem við krefjumst.
Við Íslendingar gerum ekki minni kröfur en að vera algerlega á toppnum í öllu, neyslu á Ameríska vísu og en laun, frí og bætur eins og í Skandnavíu, gengur þetta dæmi upp ?
Gamala fólkið segir að tækifærin fyrir ungt fólk í dag séu svo óendanleg miðað við hvað það hafði og er það ekki rétt ? Viltu verða listamaður ? Þú getur gert það án nokkura hæfileika í dag, eylífðarstúdent ? Ekkert mál, getur safnað námsskuldum út í eitt, alveg sama hvað þú lærir (þó það vanti verkfræðinga)
En á sama tíma eru sérstaklega ungir menn að detta úr skóla til að geta þrælað fyrir flotta bílnum og stelpurnar, jú duglegri við að læra, en hvað gera þær við námið ? Þær þurfa jú að fjölga þjóðinni og það yfirleitt um leið og “náttúrann kallar”.
Eru tækifærin og mörg ? Eða er það neyslan sem er að glepja ? Lenin sagði að vestrænn kapítalismi gengi að sjálfum sér dauðum og það er líkleg rétt, vestrænn lífsstíll sem fer hamförum um heiminn er að ganga að þessari jörð dauðri, líklega er ekki aftur snúið.
0