Það verður að segjast að á heildina litið er dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva ömurleg. Algjör meirihluti þátta eru bandarískir og meirihluti þeirra ófyndnir og ómerkilegir gamanþættir. Þar á eftir koma hræðilegir (ó)raunveruleikaþættir og svo arfaslakir dramaþættir. Mér finnst eins og allir þessir þættir fjalli í raun bara ekki um neitt!
Ég skil ekki hvernig fólk nennir að eyða tíma lífsins í að horfa á svona efni, þegar það er hægt að gera svo margt áhugaverðara og nytsamlegra við tímann. Eins og að eiga samræður við annað fólk (vini og fjölskyldu), segja frá tilfinningum sínum og skoðunum í staðin fyrir að horfa á annað óraunverulegt fólk gera það sama fleiri klukkustundir á dag.
Samræður er list sem fer hnignandi. Heilu fjölskyldunar eyða nánast öllum frítíma sínum fyrir framan sjónvapið og í sumum tilfellum snæða þær jafnvel kvöldmáltíðina fyrir framan það. Fólk vaknar, kemur heim og situr svo fyrir framan tækið það sem eftir er að deginum uns það leggst til hvílu og endurtekur þetta svo aftur.
Sjónvarpið varpar fram auglýsingum í síffellu og kemur vafasömum boðskap inn í hausinn á fólki. Kaupa! Kaupa! Kaupa! Klám! Stereotýpur og áróður. Þetta hefur áhrif á alla, sérstaklega óharðnaða unglinga. Vinsælar tónlistarstöðvar eins og Popptívi og MTV sína myndband eftir myndband þar sem að fáklætt kvennfólk dillar sér og dansar upp við blökkumenn sem syngja um peninga, tíkur, hórur, dóp og tilgangslaust ofbeldi. Þetta er algjör lágkúra sem dynur á unga fólki íslands alla daga allan sólarhringinn.
Ég hvet alla menn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setjast niður fyrir framan sjónvarpið. Allt sem þar er séð ætti að taka með fyrirvara og ekki láta glepjast af tómum slagorðum og áróðri. Herferðir stórfyrirtækjanna aukast með hverju árinu og hef ég heyrt því fleygt að nýjasti markhópur þeirra séu börn um tveggja ára aldur. Mæður ættu ekki að láta börn sín horfa á sjónvarp heldur frekar sinna þeim sjálf.
Ég leyfi mér að vitna í Todmobile texta. “…sjónvarpið freistar, kemst burt frá sjálfum mér” “Útvarpsmiðill, fer rangt með staðreyndir en gefur mér markmið”
P.S. (The Office og Family Guy eru snild).
Mortal men doomed to die!