Þótt lítið hafi farið fyrir því undanfarið í blöðum og auglýsingum þá er vert að geta þess að brátt ganga kosningar í hönd. Munu þá Íslendingar, ungir jafnt sem aldnir, feitir jafnt sem grannir ganga til vals á þeim sem þeir vilja helst að “representi” land sitt og þjóð. Og ekki er valið beisið…
Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti er efstur á lista flestra. Ég tel það óhætt að segja með fullri vissu að hann muni sigra þessar kosningar með meira en helmingi greiddra og gildra atkvæða. Hvers vegna? Tja, nú hann er óskaplega forsetalegur strákurinn. Kann að brosa án þess að láta of mikið uppi hvað í raun býr bakvið hornspangargleraugun, hefur glóbtrottandi kerlingu sér við hlið og í nýjasta útspili sínu sveiflaði hann málskotsréttinum upp á borð og húkkaði þannig atkvæði sérhvers blæðandi hjarta á landinu. Íslenskir menntskælingar sem bölsótuðust yfir hroka Forsætisráðherrans fagna því að Öryggisventillinn skyldi nú ekki bresta og hrósa Forseta í hástert. Og hvað er að því að nýta sér málskotsréttinn? Ekki neitt.
En mér finnst skítt, jafnvel ömurlegt að gera það rétt fyrir kosningar. Hvað með Kárahnjúka? Þjóðin logaði í deilum og hneykslaðist á hvernig Ríkisstjórn landsins keyrði í gegn ákvörðun um að sprengja í loft upp hálendið. Öryggisventillinn var nowhere to be found fyrir Hnjúkanna. Smokkurinn brást þar, enda skipti það litlu. Enn var langt í kosningar.
Múgsefjun Forsetans í þvíað fljúga til Íslands til að húkka atkvæði gerði út um mitt atkvæði, hann var ekki að akta sem forseti lýðveldisins Íslands, heldur sem forsetaframbjóðandinn Ólafur.
Stefnumál? Who da f.u.ck knows?!
Baldur, “Da Big B”, a.k.a. “Dat Santa Guy!”. Hvað er hægt að segja um þennan gæja? Hann dúkkar upp eftir að hafa búið á Bretlandi mesta sína hunds-og-kattarævi eins og Jabba Da Hut í jakkafötum og leiðir kosningabaráttu sem virðist algerlega stefnulaus. Hver stýrir henni, Þröstur Þrjúþúsund? Maðurinn tönglast á því að hann ætli að “hefja forsetaembættið upp til vegs og virðingar” (og skýtur þar með óbeint á Herr Ólaf, skítkast er alltaf skemmtilegt), og fer síðan í viðtal hjá 70 mínútum, slokrar í sig ógeðisdrykk og hvaðeina. Og hvað var á dagskránni í kveld? Nú auðvitað Rokkað Með Baldri! Mjög hip og kúl B-man! Nice one bruvah, en veistu nei. Þetta minnti mig einum of á Styrk Unga Fólksins í Skautahöllinni 1998 (Hiphop og breik handa öllum, og svo almennilegt kristilegt uppeldi eftir á, en við skulum ekki merkja það á plakatið…).
Stefnumál? “Að hefja forsetaembættið til vegs og virðingar.” En hann minntist ekkert á það fyrr en eftir að Forsetinn nýtti sér Smokkinn sinn. Síðan fór það alveg með sénsinn hans á atkvæði mínu að UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN ERU AÐ HAMPA HONUM SEM SÍNUM MANNI. Shit, frekar risti ég mig upp með tebolla en að ganga sama veg og SUS-ari.
Ástþór Magnússon. A.k.a Crazy Eyes, Da Peaceful guy whoz making all dat noise, Mister Persistent. Hve miklum skít er hægt að moka á einn gaur án þess að hann brotni? Þegar hann bauð sig fram til forseta 2000 var ALLT gert til að fá hann ofan af því. Hann fékk peningatilboð, skemmdarverk, níð og ég veit ekki hvað, og hvers vegna? Nú maðurinn hefur ekkert sérstaklega mikinn sjarma. Jafnvel engann. Hann er jafnvel soldið skerí (Those craaaazy eyes man! CRAZY!!). Og nú 2004 þá er hann mættur aftur, stronger than ever í öllu sínu veldi og ALLIR fjölmiðlar keppast um að moka á hann skítnum! Fréttablaðið, Mogginn, DV, meira segja Ingvi “Bingó-Lottó” Hrafn (sem mér finnst vera mesta djók landsins btw) hafa ekið heilu trukkahlössunum af af hroka, skít, bulli, lygum og níð. Hvað gerir Ástþór? Nú hann heldur bara áfram. Gaurinn bugast ekki. Ekki baun. Eins og snjóflóð sem engu eirir flæðir hann áfram endalaust, alltaf með sama offorsinu og kappinu. Þvílíkur kraftur! Hann er eins og Jet Li, nema ekki kung-fu gaur heldur forsetaframbjóðandi!
Og hvers vegna? Nú til þess að gera Ísland að friðarnýlendu. Einhvernveginn hefur þetta farið framhjá flestum held ég. Hvað er að því? Ísland VAR einn helsti framvörður í varðveislu friðar í heiminum, recognizandi lönd hér og þar, mótmælandi stríði og whatnot þar til að ákveðnir tveir hrokagikkir með alltof mikil völd og puttana upp í hvors annars rassgati ákváðu að fylka okkur Íslendingum í fremstu röð morðingja, pyntara og nauðgara a.k.a. hinna Staðföstu Þjóða.
Ástþór Magnússon hefur skýra stefnu. Hann vill frið. Hann ætlar sér að nota forsetaembættið til útbreiðslu friðarboðskapsins í heiminum. Það er gott. Plús fyrir það.
Ef Ástþór yrði forseti myndi hann hætta að hegða sér eins naut í postulínsbúð yfir því að enginn hlustaði á hann. Fólk YRÐI að hlusta á hann, hann væri forseti! Plús fyrir það.
Fjölmiðlar landsins fengju rækilega á baukinn fyrir ööööömurlega framkomu sína. Plús fyrir það.
Fjórði kosturinn í stöðunni er að skila auðu og gefa þannig skít í kosningarnar og forsetaembættið. Auði miðinn táknar í raun að þú trúir því að ísland væri betur í stakk sett án forseta. Vá, spáðu í því, þá væri Davíð valdamestur á Íslandi! Hmmm, ekki mikil breyting þar reyndar. En mér finnst það slæmur kostur, ég vil forseta sem gerir eitthvað, og ekki bara þegar honum hentar. Og því tel ég Ástþór Magnússon besta kostinn.
Gefum honum fjögur ár á Bessastöðum. Ég meina, what harm could it do?
www.atlividar.com