Sælt veri fólkið.
Það er ekki laust við að álit mitt á ungu fólki féll allverulega nú fyrr í kvöld þegar starfsfólk Íslands í dag spjallaði við unga kjósendur í dag.
Þær manneskjur sem spjallað var við vissi ekki hver var í framboði og hvað þá hvenær yrði gengið til kosninga, en það er núna á laugardaginn.
Mér blöskraði þessi fáfræði ungafólksins og hugsaði með mér að maður ætti að líta sér nær þegar maður hlær að vitgrönnum Bandaríkjamönnum sem Jay Leno tekur tali.
Oft hef ég haldi að það fólk sem hann spjallar við séu leikarar eða fólk sem hann fær til að vera með í djókinu. Svo er ekki.
Ja eða það sýndist mér í Ísland í dag.
,,Uuu… nei ég veit ekkert hver er í framboði og er alveg sama. Er ekki kosið í nóvember, ég held það"
Flott framtíð þetta. Greinilega mikið fylgst með fréttum.
Ég var 14 ára þegar Herra Ólafur Ragnar bauð sig fram árið 1996.
Þá vissi ég hverjir voru í framboði og hvað hver stóð fyrir, ja eiginlega vissi maður mest um Ástþór því það var svo gaman að hlægja að bullinu í honum. Þótt honum var full alvara (og er enn).
Ég er ekki að hefja mig upp á háan stall og lýsa mig sem einhvern alvitrann eða ég sé eitthvað klárari en aðrir.
En halló!!! Fólk sem á að fara að kjósa veit bara ekki baun!
Aftur að Jay Leno.
Við Íslendingar hlæjum mikið að Kananum og híum á hann fyrir hvað hann sé feitur og vitlaus.
En nú kærur félagar held ég að við séum að verða eins, já ef við erum ekki löngu orðin það.
Er ekki einhvern hérna sem er tilbúinn að hneykslast með mér og bölva herfilega???
Ferlega fúll og í vondu skapi,
Siggibet