Alveg er ég kominn með uppí kok á því þegar reikingarfólk reynir að verja val sitt til þess að reykja hvar sem er, sem sjálfsögð mannréttindi, þvílík fásinna!
Fullkomið frelsi er skylgreint þannig að \“einstaklingur hefur rétt til að gera hvað það sem ekki skaðar aðra\” þetta taka margir frjálshyggjumenn og setja í samasem merki að menn geti bara gert það sem þeim sýnist, svo framalega sem það sé ekki að berja mann og annan. Gallinn við þessar skýringu á frelsi er sú, að það er hvergi útskýrt eða skylgreint hvað það er að brjóta eða skaða aðra.
Undanfarin ár hefur verið sótt mjög að reykingarfólki, tóbak hækkar með reglulegu millibili, tóbak má ekki sjást í hillum verslana, ofurskattar eru á tóbaki ( pakkinn kostar víst eitthvað um 170 frá innflutningsaðila með virðisauka, til ríkisins, sem selur svo verslunum pakkan á um 480 krónur ) úti hafa tóbaksfyrirtækin fengið á sig hvert málaferlið á fætur öðru og nú síðast vaxandi umræða um algjört reykingarbann á kaffi, veitinga og ölstofum á íslandi.
Þá hafa mannréttindasinnað reykingarfólk tekið sig til og kallað á hjálp vegna þessa gríðarlega óréttlætis sem þau eru beitt, klárlega mannréttinda … nei stjórnarskrábrot hér á ferð. \“Það geri mig alveg fokvondan að heyra þegar reykingarfólk setur réttinn til þess að fá að \”fíra\“ upp í einni eftir að það hefur lokið við að éta sveittann borgar, eða drukkið kaffi á einhverju kaffihúsi í sama flokk og tjáningar-, eignar- og trúfrelsi\”.
Þá er ekki hægt að taka þetta fólk alvarlega.
Það gleymist nefnilega eitt, á öllum þessum stöðum vinnur fólk! það fólk missir réttinn til þess að hafa einhvað að segja um sína eigin heilsu, það er ekki raunhæft að segja það getur bara unnið annarstaðar! Oftast er ekki um aðra vinnu að velja á þessu stöðum. Það ætti ekki að vera baráttumál fyrir frjálshyggjufólk að verja rétt fólks til þess að skaða heilsu annara. Auðvitað er ég ekki að segja að reykingafólk sé slæmt fólk, en staðreyndin er sú að skaðsemi reykinga er alveg ljós, það er því ekki hægt að kenna þekkingarleysi lengur um, um er að ræða hreina og klára sjálfselsku og tillitsleysi ekkert annað, fólk sem reykir í kringum fólk sem ekki reykir og kemur því þannig í snertingu við óbeinar reykingar, er ekki frelsishetjur að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum, eingöngu fólk sem sér hluta útfrá sér og sínum þægindum ekki neinu öðru.
Reykingarpásur kosta vinnuveitendur 6 milljarða ( á Íslandi eingöngu ), samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskólans, vann. Auk þess sem útgjöld heilbrigðiskerfisins vegna reykinga er gríðarlegur, það er því algjörlega eðlilegt að reynt sé að berjast gegn reykingum með öllum tiltækum ráðum! Bann við reykingum á opinberum stöðum er ein leið, þrátt fyrir að reykingarfólk vilji sannfæra almenning um að verið sé að brjóta á þeim og allir sem vilja reykingarbann séu bara plebbar og kerlingar, er ekki svo. Þetta er spurnig um rétt allra til að sporna gegn skaðlegum áhrif á heilsu sína.
Það er fáronlegur rökkflutningur að segja bílar, áfengi, feitur matur, sykur, íþróttir, hárlakk og svo framvegis er líka skaðlegt, hvers vegna ekki banna það?
Þvílík rökleysa! Það er ekki til umræða að banna innflutning á tóbaki, heldur bara að reykja það á opinberum stöðum, en getið þið reykt í bílnum ykkar og heima hjá ykkur. Það er í raun verið að setja í lög tillitsemi, eitthvað sem allir íslendingar ættu að virða, hver veit nema að umferðarslysunum sem reykingarfólki er svo umhugað um myndi fækka.
Eitt sem ég vill benda reykingarfólki á, þessa holu grófuð þið sjálf! Svo árum skiptir hefur það verið okkar sem ekki reykja að lifa við ykkur og taka tillit til ykkar! Þið getið sjálfum ykkur um kennt.
Annað sem vert er að spá í. Það er yfirlíst stefna Tóbaksvarnarráðs og ríkisins að hækka verð á tóbaki, og þess vegna hefur pakkinn hækkað um 5 krónur allavega 4 sinnum á ári í nokkur ár. En verslunareigendur hafa endalaust þráast við og í dag er álagning í verlsunum ekki nema 10 % á tóbaki, sem þíðir að af hverjum pakka sem er seldur, er 50 krónur eftir í verslunina, hvernig stendur á því að verslunareigendur hafa tekið sig til og allir eru þeir sammála um að leggja nánast ekkert á tóbak, sem dæmi má nefna að á matvöru er álagning frá 30 - 60 %, á tölvuvörum um 30 - 50 %, Tilbúnum mat 200 - 600 %, á ís er hann svipaður og á tilbúnum matmat, en á tóbaki er álagning 10%. Hvers vegnar er tóbak, sú vara sem verslanir ákvaðeða að okra ekki á?
Það sem ég er að reyna að segja er, reykingarfólk þið eruð ekki fórnalambið, heldur gerendur!
Takk fyrir
Ps. Rök með og á móti eru jafn vel þegin, það eru ekki rök gegn þessum skoðunum að hún sé ekki án stafsetningavilla!