Mér til einskærrar gleði og skemmtunar nýt ég þess, ef allar hinar stöðvarnar eru gjörsamlega niðurdrepandi, að skipta yfir á hina eilíft fjörugu stöð, Omega. Í hvert skipti sem ég stilli á þá stöð er verið að lofsyngja Guð annaðhvort í máli eða yndislega bljúgum söng kryddaðan með mikilli gítarsnilld. Það er margt sem pirrar mig við þá stöð og gildi kristinnar trúar almennt. Þessvegna vil ég skipta yfir á Omega og pæla aðeins í þessu sem þetta fólk er að segja. Ólíkt fáum góðum, gleypi ég ekki boðskap kristinnar trúar í blindni og geri það að einhverju starfi að flytja þennan boðskap. Ég vil frekar vera einstaklingur sem er frumleg í hugsun og tileinka lífi mínu því að þroskast í hugsun. Því reyni ég að pæla aðeins í samfélaginu okkar og aðeins í heiminum.
Hér eftirfarandi eru hugleiðingar mínar um kristna trú, þið megið kalla það guðlast ef þið viljið en endilega takið þátt í umræðunni og látið koma í ljós ykkar sannfæringu.
Aldrei heyrir maður að GUð geti gert neitt rangt. Guð er víst sá eini sanni og vei þeim sem dirfist að tala um það að kanski hafi hann ekki öll svörin, eða raunar biblían hafi ekki öll svörin , sem btw var skrifuð af mönnum og eftir því sem við best vitum karlmönnum. Allt þetta Guðsorð sem kristnir menn vilja satt og heilagt breiða út eru jú ekki orð sem koma af Guðs vörum, heldur manna sem eru að túlka biblíuna eftir sinni sannfæringu og því verða þeir boðbera Guðs orðs aldrei hlutlausir, þeir munu ávallt verða hlutdrægir. Og Biblían er ekki skrifuð af Guði heldur breyskum mönnum, svo að reynið ekki að segja mér: “Því Guð sagði…blablabla…” Guð sagði…SEGIR HVER!!
Því það að trúa er ekki að fylgja söfnuði í blindni, haldandi að þau séu að gera einhverjum greiða með frumlausri og dauðri hugsun, þegar þau játast undir krist , og konur hætta að ganga í buxum og skerða ekki hár sitt gefa þau sjálfsögð mannréttindi í fórn fyrir einhverja menn sem sömdu biblíuna, og fyrir tilstuðlan manna sem rangtúlka biblíuna og stofna einhvern söfnuð og fá svo nógu marga aula til að fygja þeim. Búa sér til Guð að sínu höfði eftir einni bók. Skrýtið hvernig ein bók lifir lengi og stuðlar að þessu öllu saman. Ef biblían væri ekki til væri ég sannfærð um að Kristni væri ekki svo algeng og fólk væri þá kannski meira andlegt, stundaði jóga í stað þess að láta teyma sig áfram eins og villuráfandi sauðir. En ég meinaða, fólk má stunda hvaða trú sem er fyrir mér, EN!! á meðan það fer ekki að reyna að heilaþvo mig með þessu bulli sem biblían er og það er ekki hægt að þverfóta fyrir kenningum sem er rétt fyrir eina manneskju en ekki kanski aðra.
Því þoli ég ekki þegar kristið bókstafstrúarfólk er að basla við að troða “boðskapnum” upp í boruna á okkur syndugu fólkinu og getur ekki komið með góð rök, það þylur bara upp úr biblíunni og segir ef þú gerir þetta ferðu til vítis. Hverskonar Guð er það sem maður hræðist í gjörðum sínum. Þetta minnir mig of mikið á að ef maður ætti mann sem berði mann. Þú myndir hræðast hann og gera hvað sem er til að hafa hann góðan. Það kemur fyrir, að á milli storma væru lægðir og þá gætirðu treyst á hann til að hugga þig. Samt gæturu ekki opnað þig að fullu því innan tíðar mun hann gjósa.
Þannig mun kristnin ætíð líta út fyrir mér.
Síðan hefur hver manneskja sína túlkun á þessari biblíu, Það sem er rétt fyrir einni manneskju þarf ekki endilega að vera rétt fyrir heimsbyggðinni allri. Því að reyna að bera út einhvern boðskap sem ekki allt fólk kann að meta. Þetta virkar alltaf á mig sem svona dæmi: “Já það er komin út ný bók. Hún heitir ”Afhverju súkkulaði ís er besti ísinn.“ nú ef þér finnst ekki súkkulaði ís góður skal þér koma til með að finnast hann góður, þú skalt hlusta á hvað ég segi annars getur þú bara brunnið í helvíti. Og raunar eru komin út lög: Allir þeir sem borða ekki súkkulaði ís verða brenndir á báli og þeir skulu iðrast.” Svona öfgafullt er þetta ekki á Íslandi(lengur)en þetta gekkst við í margar aldir og svona var raunveruleikinn. Mér er sama hvernig “boðskapnum” hefur verið útúrsnúið fyrir okkar íslenska raunveruleika árið 2001, þetta mun alltaf fylgja kirkjunni í mínum augum. Allt sem prestar eða nunnur hafa nokkurntímann illt gert, allt sem einhver manneskja hefur illt gert með nafni Jesú Krists eða Guð á vörum sínum. Þetta lifir of sterkt í mér til að ég vilji meðtaka nokkurn boðskap frá kirkjunni.
Svo vil ég líka fordæma peningunum sem var eytt í krisnihátíð. Þetta átti að vera voða mikið og ríkulegt sem það og var með hjálp margra milljarða úr ríkiskassa. Í alvöru. Ég hef ekki mikla þekkingu á stjórnmálum og einstaklega takmarkaðan áhuga á þeim en mér finnst með þessum atburði hafi verið ranglega gert á hlut hvers og eins sem skortir í þessu samfélagi.
Hvað varð um þá túlkun í biblíunni að maður ætti að gefa sínar eigur fátækum og elska guð ofar veraldlegum hlutum. Finnst engum bókstafstrúarmanni nauðsynlegt að vera að túlka þessa grein í biblíunni. Var það kannski meiri svona myndlíking? Ég bara spyr. Mér fannst skítalykt af þessu öllu í sumar og finnst þetta enn vera svo mikill áróður. Bara af því að Ísland er “kristið” hafa kirkjunnar menn rétt á að senda bækling þykkan á við hina ágætustu bók inn á heimili landsmanna til að bjóða Íslendingum á kristni hátíð og útskýra afhverju þessi blessaða hátíð var haldin. Jú það voru komin 2000 ár frá því að Ísland gerðist kristið.
Hvað er gott um það að segja? Við fengum þarna ástæðu til að dröslast í kirkju á hverjum sunnudegi og hlusta á Guðs orð, svo að við ættum nú eitthvað félagslíf. Síðan má náttúrulega ekki hafa það að fólk sé að stunda galdra, brennum þau… æj æj þessi var víst bara að blanda saman einhverjum fjallagrösum, hún er víst upptekinn við að brenna í helvíti, við brenndum hana bara óvart.
Svo ég tali nú ekki um hvernig biblían stuðlar að því hvernig komið hefur verið fram við konur um aldir alda. Því þetta “Guðs orð” rís jú aldrei hærra í merkingu en fólkið sem túlkar það, eða má ég segja, í mörgum málum mistúlkað. Í lögum landsins mátti drekkja og átti að drekkja, konum ef þær eignuðust barn utan hjónabands. Fólk hvenær verður það skoðun okkar að það hafi verið rangt.En fólki er nokk sama. Þetta var jú fyrir öldum og árum sem þetta viðgekkts. En með því að vera sama er mörgu fólki sama um hvernig látið er við konur í dag. Með því að vera sama, mun ekkert breytast, og það mun sitja fast í okkur að konur séu skítur á priki og það megi alveg láta eins og maður vill við þær. Í alvöru fólk þið haldið að ég sé bara að kvarta og kveina, en það þarf ekki að líða langt á daginn hjá mér þegar ég tek eftir að eitthvað rangt er sagt eða gert við konu. Það þarf ekki að vera neitt mikið. En það er rangt að mínu mati og ekki að þurfa að viðgangast. Dæmi(sem gerist hvern einasta dag í skólanum): Kvenkyns manneskja er að segja skoðun sína, og karlkyns manneskja(sjaldnar kvenkyns) finnur leið til að gera lítið úr henni, oft með gríni og lætur hana taka þessu sem gríni. Hann vanvirðir hana með því að taka hana ekki alvarlega. Þetta viðgengst alltof oft og svo einnig þar sem stelpa vanvirðir stelpu. Ef þið mynduð pæla aðeins í þessu sæuð þið að þetta gerist. Það er ekki fullkomið jafnrétti á Íslandi. Hver sem heldur því fram er blindur á hætti samfélagsins. Og mér finnst biblían og fornar hefðir haldast í hendur um að þetta muni ekki breytast. Ég meina, hugsiði ykkur ef biblían hefði aldrei verið skrifuð, og höfundarnir hefðu haldið áfram að taka sýru án þess að detta í hug að skrifa þetta bull, væri þá ástæða til að halda að fólki mundi detta það svo sterkt í hug að konan sé svo óæðri karlinum? Sú hugmynd var auðvitað ekki fyrst að koma fram í biblíunni, en biblían er svo gömul og stuðlaði að þessu, glætan að samfélagið sé svona í dag, og að þetta muni virka í okkar samfélagi.
En málið er samt að í biblíunni er margt gott sagt, “Elskaðu náungann” og öll þau gullkorn sem ættu að kenna manni að vera betri manneskja, en á milli kemur ósiðlaust bull sem við værum betri án, að það megi grýta konu fyrir að halda framhjá. Þannig að í raun tekur biblían með sér besta og versta boðskap frá fornöldum þarna 1000 og súrkál…
Þessvegna finnst mér slæmt að fólk taki biblíuna svo bókstaflega.
Því allveg eins og kristinni manneskju gæti þótt heiðin manneskja ráfa í villu og allur áróður heiðinnar manneskju í samfélaginu vera rangur gæti heiðinni manneskju allveg eins þótt þessi áróður sem kristnir menn bera að borði okkar Íslendinga, í neytendavænum pakkningum, might I add, vera bull og vitleysa. Það ríkir trúfrelsi á Íslandi, ekki satt? Og samt veit ég ekki hvað það orð merkir. Við erum víst kristin þjóð og flestir segja bara, já auðvitað trúi ég. Þetta virðist vera bara af gömlum vana. Eða allt frá 2000 árum. Það mátti jú ekki vera heiðið þá lengur. Það mátti samt blóta í laun.
Og hvað þýðir það eiginlega að vera í þjóðkirkjunni, getur einhver reynt að útskýra það fyrir mér, því ég skil ekki tilganginn..
Ég er bit útaf þessu öllu saman og fæ engan botn í þetta. Og í hvert skipti sem eitthvað kristið ber á góma gæti ég skrifað 100 ritgerðir yfir allt það sem ég hugsa þá stundina. Kristni virkar bara svo þrúgandi á mig. Því þarf ég að lifa eftir þessum reglum sem margar hverjar eiga ekki við árið 2001.
Er ekki nóg að lifa eftir viðmiðum samfélagsins? Sem þó breytast dag frá degi. Skyndilega verður allt í lagi að manneskja drepi aðra, eða mörgum verður sama. Það snertir þau ekki beint. Þó finnst mér biblían ekki leið til að lifa eftir. Getum við ekki lifað eftir lögum og réttlæti, borið virðingu fyrir náunganum og verið réttsýn. En það að hengja sig í einhvern sannleika sem þau vilja trúa svo mikið að þau gefa líf sitt þessum sannleika, það vil ég ekki fyrir mig.
Ætli ég sé ekki trúlaus þessa stundina, málið er einfaldlega að ég hef ekki fundið trú sem virkar fyrir mig, því kanski er okkur öllum í blóð borið að þurfa að vera teymd, þurfa að tilheyra trúfélagi. En í guðanna bænum þó ekki tilhugsunarlaust og í blindni. Biblían er bara bók, sem í standa nokkur góð gildi, nokkuð mikið af vitleysu(mín persónulega túlkun á biblíunni, þið getið túlkað að Guð hafi sagt þetta og sé vitur MAÐUR…)og nokkuð af prumpi. Góðar stundir.
Segi svona. Sá Guð sem ég trúi á er ekki til í bók. Sá Guð sem ég trúi hefur ekki sömu gildi í þúsundir alda. Alveg eins og menn breyta skoðun sinni, gildir ekki alltaf sami boðskapur í öll þessi ár. Tímarnir breytast og mennirnir með. Mennirnir breyta hlutunum. Þannig breytist tíminn en samt er enn ríghaldið í biblíunna og þá huggun sem hún greinilega veitir sumu fólki. Öðru fólki er hún kannski bara tímaskekkja.
Verið ekki hrædd við að horfa á raunveruleikann eins og hann er og að hugsa fyrir ykkur sjálf.
Enjoy…Sunbeam…