Ólöglegt Tóbak ?
Ég bara spyr í von um að einhver hér viti ástæðuna og það er afhverju er þetta útlenda nef og munntóbak bannað hér á Íslandi? T.d. General, Ettan, Roda Lacket, President, Gletcsher og 99…. afhverju er þetta bannað ? t.d íslenska neftóbakið sem er bæði troðið í vör og nef er miklu grófara og rífur vörina á manni í tætlur en t.d. þetta sænska (general og ettan) er miklu fínara og fer betur með vörina á manni! Það er alveg fáránlegt að íslenska Neftóbakið skuli vera það eina á markaðnum og maður hefur það á tilfinningunni að það séu eikker samkeppnislög sem banna þetta því það er verið að neyða mann til að segja “Íslenskt, já takk” en ef íslenska tóbakið væri jafn gott og t.d. General og Ettan sem er munntóbak þá væri þetta í lagi… Þetta tóbak er leyft í öllum norðurlöndunum sem við erum alltaf að miða við t.d. Danmörk, Noreg, Svíþjóð o.fl. Það er ekki gott mál ef maður vill njóta góðs tóbaks að þá þurfi maður að vera standa í eikkerju helvítis smygli og eiga í hættuni að vera tekinn og fá háar fjársektir… Ég er ekkert að segja að útlenska tóbakið sé eitthvað skaðlaust en það íslenska er alveg jafn skaðlegt heilsu manns og þetta útlenda og því sé ég enga ástæðu til að banna þetta útlenda… er þetta ekki alltaf spurning um hvað neytandinn vill ?