Eins og ég svaraði við fyrri greininni sem kom, þá hefur enn þá ekki verið sannað ótvírætt að óbeinar reykingar séu hættulegar heilsu annarra. Og síðan er tóbak ekki eins áhrifamikið og kannabis og þau efni.
Fyrst þú vilt banna tóbak, þá skaltu athuga að neysla áfengis getur verið hættuleg heilsu annarra (bílslys vegna ölvunar og fleira) og hefur meira að segja þurft að bæta við umferðarreglurnar að það megi ekki keyra undir áhrifum áfengis, engar sambærilegar umferðarreglur eru um reykingar og keyrslu bíls. Það var reynt að gera eitthvað í áfenginu á fyrri hluta 20. aldar með áfengisbanni en það var tekið úr gildi vegna harða mótmæla almennings svo að ég efast um að reykingafólk myndi taka því vel ef tóbaksvörur yrðu alfarið bannaðar.
Forvarnir í skólum…það er líka áhugavert umhugsunarefni ef maður ber saman forvarnir vegna reykinga og áfengis. Þegar ég var í grunnskóla, þá var oft verið að segja að reykingar séu slæmar fyrir heilsuna og blablabla, en það var aldrei sagt af hverju þær væru það, bara að það væri. Hvers konar forvarnarstarf er það eiginlega? Það mætti bæta það verulega og ég áætla að það gæti jafnvel orðið ódýrara en það er nú. Ég minntist á forvarnarstarf vegna áfengis fyrr í efnisgreininni en þess ber að merkja að ég veit ekki um neitt einasta dæmi um að það sé framkvæmt hér á landi, þrátt fyrir að sannað sé að fólk getur dáið vegna þess.
Alveg eins og með tóbaksreyk, þá er hægt að finna stybbuna af fólki sem drekkur áfengi, er almenningur að kvarta undan því? Held nú ekki. Helstu ástæðan fyrir því myndi ég halda að það sé vegna þess að rosalega margir Íslendingar stundu drykkju áfengis og auðvitað vilja þeir ekki mótmæla drykk sem þeir drekka sjálfir. Þeir sem sjást mótmæla áfengi eru haldnir vera skrítnir félagsskítar sem megi rotna út í náttúrunni og því gerist það sjaldan/aldrei að fólk sé að mótmæla þessu opinberlega. Það er alveg rosalega létt fyrir fólk sem reykir ekki að mótmæla reykingum vegna þess að þær eru ekki eins mikill hluti af skemmtanalífinu og áfengi. En þegar hugsað er út í það, þá er áfengi og tóbak ekki svo ólíkt þar sem fólk er háð báðu, bara mis mikið. Það leið varla sá dagur í skólanum að fólk var að tala um djamma um helgina og drekka (þá er meint að drekka áfengi, þó það sé ekki sagt í daglegu tali). Alveg eins og reykingar, þá veitir áfengi eingöngu tímabundna ánægju. Já, ég veit að greinin fjallar ekkert um áfengi en ég varð að koma þessu frá mér þar sem málin eru nokkuð lík.
Þú vilt að reykingar á kaffihúsum verði bannaðar vegna þess að það er brot á þínum réttindum um hreint loft. Íhugaðu nú líka að með því að gera það ertu að taka í burtu réttindi reykingafólks til þess að reykja þar sem það vill og á meðan það er ekki sannað ótvírætt að óbeinar reykingar séu hættulegar, þá hefur bannið ekki rétt á sér. Málamiðlun var gerð fyrir einhverjum árum um reyksvæði og reyklaus svæði og átti það bæta réttindi beggja hópa en hins vegar hefur slæm loftræsting og fleiri atriði ollið því að málamiðlunin gekk ekki svo vel. Eigendur staðanna voru/eru ekki að sjá hag í því að framkvæma þessa málamiðlun og leyfa bara reykingar.
Ef þú vilt gera eitthvað í þessu, hvettu alla sem þú þekkir að fara á kaffihúsið að tala við eiganda þess og segja honum/henni að þið komið ekki aftur nema bætt verði úr málunum. Ef að nógu margir gera það sama, þá sér eigandinn að það er ekki í hans/hennar hag að hafa óbreytt ástand og það verður lagað. Hægt er að biðja um betri loftræstingu, betri skilrúm milli reyk- og reyklausra svæði og svo framvegis. Að neyða lagalegt bann vegna þess að þið nennið ekki að fara þessa leið er röng leið.
Prófaðu að hugsa út í hlutina frá öðru sjónarhorni en þínu eigin. Ætla að taka fram að persónulega reyki ég ekki og hef ekki í hyggju að gera það.
Fragman?
-
“Þegar ég var í grunnskóla, þá var oft verið að segja að reykingar séu slæmar fyrir heilsuna og blablabla, en það var aldrei sagt af hverju þær væru það, bara að það væri.”
Þér fannst semsagt ekki nóg að þér væri sagt að þetta væri hættulegt, þurfa kennarar virkilega að “sanna” það fyrir krökkunum?
-
“Alveg eins og með tóbaksreyk, þá er hægt að finna stybbuna af fólki sem drekkur áfengi, er almenningur að kvarta undan því?”
Að bera þetta tvennt saman jaðrar við heimsku. Þú finnur ekki áfengislykt útúr einhverjum þvert yfir heilan sal er það?
-
“Þú vilt að reykingar á kaffihúsum verði bannaðar vegna þess að það er brot á þínum réttindum um hreint loft. Íhugaðu nú líka að með því að gera það ertu að taka í burtu réttindi reykingafólks til þess að reykja þar sem það vill”
Er þetta ekki bara það sem málið snýst um?
Að reykingafólk fái bara að reykja þar sem því sýnist, gefum bara skít í þá sem ekki reykja? Ha?
Finnst þér reykingafólk virkilega hafa rétt á því að reykja ofan í annað fólk, alveg sama hvar það er?
__________________________________________________
0
“Þér fannst semsagt ekki nóg að þér væri sagt að þetta væri hættulegt, þurfa kennarar virkilega að ”sanna“ það fyrir krökkunum?”
- Þeir þurfa ekki endilega að sanna það bókstaflega, en það mætti fjalla nánar um reykingar í staðinn fyrir að koma með “reykingar eru hættulegar, mkay”. Krakkar á þessum aldri eru þreyttir á heyra þetta sama aftur og aftur og enda með því að taka ekki mark á þessu.
“Að bera þetta tvennt saman jaðrar við heimsku. Þú finnur ekki áfengislykt útúr einhverjum þvert yfir heilan sal er það?”
- Ég finn ekki reykjalykt frá einum þvert yfir heilan sal heldur. Ef að allir væru að drekka áfengi, þá kæmi rosaleg áfengislykt, og það sama gildir með reykingar. Hugsaðu betur út í svona hluti áður en þú kallar mig heimskan. Það er ekki málefnalegt að kalla mann heimskan fyrir að vera á móti skoðun þinni.
“Er þetta ekki bara það sem málið snýst um?
Að reykingafólk fái bara að reykja þar sem því sýnist, gefum bara skít í þá sem ekki reykja? Ha?
Finnst þér reykingafólk virkilega hafa rétt á því að reykja ofan í annað fólk, alveg sama hvar það er?”
- Held að þú sért með þá ímynd að reykingarmanni sem að stendur bara um 50 cm frá þér og púar reyknum beint á andlitið á þér. Mæli með því að þú losir þig við þessa staðalímyndahugsun, hún er slæm fyrir umræðuna. Auðvitað á ekki að gefa skít í fólkið sem reykir ekki, hefurðu ekki heyrt um “reyklaus svæði” og “reyksvæði”. Það er jú eigendum staðanna að kenna að loftræstingin sé svona slæm, ekki reykingarfólkinu.
0
“”Að bera þetta tvennt saman jaðrar við heimsku. Þú finnur ekki áfengislykt útúr einhverjum þvert yfir heilan sal er það?“
- Ég finn ekki reykjalykt frá einum þvert yfir heilan sal heldur. Ef að allir væru að drekka áfengi, þá kæmi rosaleg áfengislykt, og það sama gildir með reykingar. Hugsaðu betur út í svona hluti áður en þú kallar mig heimskan. Það er ekki málefnalegt að kalla mann heimskan fyrir að vera á móti skoðun þinni.”
- Í fyrsta lagi þá sagði ég að þetta jaðraði við heimsku. Kanski hef ég bara svona gott lyktarskyn, en ég finn reykingarlykt frá stofunni og inn í herbergi til mín sé verið að reykja þar.
Í öðru lagi þá gleymdi ég að nefna eitt í fyrra svari mínu, þú skemmir varla heilsu annara þótt þeir finni áfengislykt út úr þér?
Svo að ég svari nú síðasta svari mínu úr fyrri pósti mínum, það hefur nú bara verið mín reynsla að reykingamenn(þeir sem ég þekki og hef umgengist) er yfirleitt nokk sama þótt þeir séu að reykja í kringum annað fólk og finnst það fullkomlega réttlátt að aðrir færi sig líki þeim ekki reykurinn.
__________________________________________________
0
“Í fyrsta lagi þá sagði ég að þetta jaðraði við heimsku. Kanski hef ég bara svona gott lyktarskyn, en ég finn reykingarlykt frá stofunni og inn í herbergi til mín sé verið að reykja þar.”
- Samkvæmt orðabók menningarsjóðs, þá er að “jaðra” að vera mjög nálægt einhverju, s.s. vera mjög nálægt því að vera heimska, sem er móðgandi engu að síður. Þar að auki held ég að það sé meira loftrými í sal heldur en frá stofunni og inn í herbergi til þín, en það er bara ágiskun í mér. Þú getur svarað því einna manna best.
“Í öðru lagi þá gleymdi ég að nefna eitt í fyrra svari mínu, þú skemmir varla heilsu annara þótt þeir finni áfengislykt út úr þér?”
- Nei, ekki endilega (allavega ekki sannað enn þá). En ef ég myndir nota þín eigin rök, þá skemmir þetta rétt annarra til að vera á svæði án áfengislyktar. Ekki er hægt að bæta úr þessu (þessa stundina) þar sem það eru engin svæði sem kallast “með áfengislykt” eða “án áfengislyktar” en hins vegar eru til reyk- og reyklaus svæði núna (vantar bara betri loftræstingu). Viltu ekki byrja að berjast fyrir stofnun þessara svæða líka, eða viltu núna banna áfengi alfarið á skemmtistöðum? Mér sýnist ein aðalástæðan fyrir baráttu þinni gegn reykingum á almenningsstöðum vera réttur fólks til að njóta góðrar lyktar.
0
Jæja, þín skoðun, mín skoðun.
En það er varla hægt að segja að maður sem situr að glasi á borði við hliðina á þér sé að valda meiri lykt og óþægindum en maðurinn sem situr hinumeginn við þig og er að reykja?
Reykingar eru fíkn, sama hvað menn reyna að réttlæta þær þá eru þær samt fíkniefni. Mjög væg, en fíkniefni engu að síður.
HoddiX, Það eru millistig á milli þess að reykja ekki og að vera ‘full on’ nikotín fíkill.
En til að enda þátttöku mína í þessari endalausu umræðu sem mun að öllum líkindum aldrei enda, þá ætla ég að skjóta hér að þessum fleygu orðum:
“Arguing on the internet is like the special olympics, even if you win you're still a retard.”
;D
__________________________________________________
0
“En það er varla hægt að segja að maður sem situr að glasi á borði við hliðina á þér sé að valda meiri lykt og óþægindum en maðurinn sem situr hinumeginn við þig og er að reykja?”
Að sjálfssögðu ekki. Það er alveg hárrétt hjá þér. Það sem málið snýst hins vegar um er að ENGINN ykkar þriggja hefur NEINN rétt til að krefjast NEINS af kaffihúsinu sjálfu. Þar sem enginn ykkar er neyddur til að vera inni á kaffihúsinu, þá hefur enginn ykkar rétt til þess að krefjast eins né neins af því.
“HoddiX, Það eru millistig á milli þess að reykja ekki og að vera ‘full on’ nikotín fíkill.”
Nákvæmlega það sem ég var að segja. Þessi millistig eru þeir sem reykja *ánægjunnar* vegna.
0
Fyrirgefðu, en ég get bara ekki skilið hver þessi ánægja er önnur en þörfin fyrir að reykja fyrst þú ert byrjaður á því, þú bara verður að fá aðra er það ekki? Þér líður vel í smástund meðan þú ert að reykja, en svo stuttu seinna þarftu aðra til að halda þessari “ánægju”. Maður á bara ekkert að byrja að reykja, og þú ert greinilega fallinn í þá gryfju og reynir að verja þessa fíkn þína.
0
Þar að auki ættir þú ekki að tala um hluti sem þú augljólega þekkir ekki, það er til fullt af fólki (þar er ég meðtalinn) sem reykir bara þegar það fær sér í glas, eða þegar það kíkir með vinum út á kaffihús t.d.
Mér finnst alveg rosalega gott að reykja en reyki kannski í mesta lagi pakka á viku, er það eitthvað heimskulegra en að fá sér Zinger á KFC í hverju hádegi? (sem ég geri ekki)
Ekkert frekar en allir sem drekka eru alkahólistar, þá keðjureykja ekki allir reykingamenn 2 pakka á dag
0
Sagði ekki að allir reykingarmenn ættu að skjóta sig, bara fíflið þarna. Það eru til hinir ágætustu menn sem reykja en eru bara of veikir til að hætta, þurfa sem sagt hjálp. Fáðu þér hjálp Anon það skaðar ekki, sumir eru bara veikburðarari en aðrir.
0
Hefur það aldrei hvarflað að þínum þröngsýna huga að það er fullt af fólki þarna úti sem hefur engan áhuga á því að hætta að reykja þó þeir geri sér grein fyrir áhættunni?
0
Nenni ekki að rífast við þig lengur, ætla í sturtu. Og allt í lagi, fyrst ykkur langar ekkert til að hætta að reykja, þá bíðum bið bara eftir að reykingar verði bannaðir, sem hlýtur að gerast á næstu tuttugu árum.
0
“Er þetta ekki bara það sem málið snýst um?
Að reykingafólk fái bara að reykja þar sem því sýnist, gefum bara skít í þá sem ekki reykja? Ha?
Finnst þér reykingafólk virkilega hafa rétt á því að reykja ofan í annað fólk, alveg sama hvar það er?”
Jú þetta er nákvæmlega það sem málið snýst um. Ef að þú vilt ekki láta reykja ofaní þig þá skalt þú fara á kaffihús þar sem reykingar eru bannaðar. EF að hin 75% landsmanna fara að þínu fordæmi verða fljótlega mjög fáir staðir eftir þar sem þú þarft að hafa áhyggjur af því að fá ofaní þig reyk.
Þá get ég reykt mína sígarettur í friði þar sem leyft er að reykja og þú getur fengið þér þitt kaffi í friði fyrir sígaretturreyk - ættu þá ekki allir að vera sáttir?
Á meðan að sígarettur eru lögleg vara (sem hún verður líka áfram um ókomna tíð) þá er það brot á mannréttindum að útskúfa fólki fyrir það eitt að neyta hennar.
Það getur vel verið að þér finnist að það eigi að banna þetta yfirhöfuð en við vitum það báðir jafn vel að það myndi aldrei ganga
0
Anon!
Ég er svo innilega sammála þér.
0
Llithias sagði: “Þér fannst semsagt ekki nóg að þér væri sagt að þetta væri hættulegt, þurfa kennarar virkilega að ”sanna“ það fyrir krökkunum?”
Nákvæmlega. Ég vil fá ítarlegar tölur úr þaulreyndum rannsóknum viðurkenndra vísindamanna. Og þá helst á silfurfati.
Hvað er að því?
0