Hamingja

Það hefur alltaf verið heitasta óskin mín að vera bara hamingjusöm.
Ég hélt að ef maður sætti sig við það sem maður ætti og væri jákvæður þá kæmi þetta bara að sjálfkröfu. Svo ég bara beið.

En eins og með allt þarf maður víst að vinna fyrir hamingjunni.
Ég setti saman smá lista sem ég held að gæti gert mig hamingjusama.
10 hlutir sem gera mann hamingjusama.

1. ÁST, hún er nauðsynleg. Að fá að elska og vera elskaður af vinum, kunningjum, fjölskyldu og elskuhuga. Að gefa og þyggja. Án ástar er engin hamingjusamur, held allir geti verið sammála um það.

2. PENNINGAR, einmitt. Ég veit ekki afhverju fólk segir að penningar skipta ekki máli. Penningar skipta öllu. Það er kannski ekki þannig að þú verðir hamingjusamari eftir því sem þú átt meiri penninga, en engir penningar eða litlir valda óhamingju. Penningar geta eyðilagt allt, ástarsambönd, atvinnu, tækifæri, splittað upp heilu fjölskyldunum. Penningar veita frelsi, ef þú átt enga, heftir það þig í að gera það sem þú vilt. Penningar skipta máli- big times.

3. VIRÐING, að fólk komi fram við mann eins og jafningja. Jafnvel líta upp til manns, leiti til manns, treysti á manni, treysti manni fyrir verkefnum. Þegar það er vaðið yfir einstaklinga getur það haft hræðileg andleg áhrif.

4. ÖRYGGI, þá er ég að tala um að eiga gott heimili, vinnustað. Einhvern stað sem maður treystir og þekkir, getur leitað skjóls á og líður vel. Þar sem þú getur boðið öðrum sem þér þykir vænt um, upp á öryggi.

5. HEILBRIGÐI, þú nýtur varla mikils ef þú liggur heima veikur og kemst ekki út fyrir dyr. Að hafa hraustan og heilbrigðan líkama er mikilvægt og við sem höfum það ættum að vera þakklát. Að hafa aðra í kring um sig heilbrigða skiptir líka miklu. Það tekur talsvert á að hjúkra og hafa áhyggjur af vinum og ættingjum.

6. ÚTLIT, nú er ég ekki að tala um silikon brjóst, vöðvabyggingu og uppblásnar varir. Heldur fatnað, hárgreiðslu, make-up og annað sem tengist útliti sem lætur þér líða vel. Að vera sáttur við útlitið á sjálfum sér er mikilvægt, óháð hvað öðrum finnst og hvers er krafist af manni. Að útlit hefti ekki frelsi manns og komi í veg fyrir að maður taki þátt í því sem maður langi til að gera.

7. ÁHUGAMÁL, ég tel mikilvægt að eiga áhugamál og alltaf vera uppfæra þau, bæta við og prófa eitthvað nýtt. Áhugamál gefa manni tilgang og lífinu lit. Maður verður að skemmta sér af og til.

8. SKIPULAG/REGLUR, ég held að það sé mjög lífnauðsynlegt fyrir fólk að hafa reglur og skipulag. Maður sér það best á börnum hvað þeim líður illa ef rútínan breytist. Að vinna allt á skipulagan og reglulegan hátt og hafa aldrei neitt hvílandi á sér, eitthvað sem maður hefur dregið eða gert illa- hjálpar til með hamingjuna.

9. SJÁLFSMYND, ef þú átt eitthvað óuppgert við sjálfan þig, eitthvað sem hefur komið fyrir sem hefur svert sjálfsmynd þína, skaltu gera það sem þú getur til að koma því lag. Að vera ánægður og öruggur með sjálfan sig, bera virðingu fyrir sér, well það er mikilvægt.

10. VIÐHORF, það er auðvelt að klúðra öllu með neitkvæðu viðhorfi. Að sverta allt og færa það yfir í verstu mynd er svo auðvelt ef maður byrjar. Ég er viss um að ef maður reynir að líta á það bjarta í öllu verður hver dagur skemmtilegri og maður þar af leiðandi hamingjusamari. Viðhorf annarra í kring um mann skiptir líka. Það er svo erfitt að vera lengi í kring um neikvæða manneskju.

Jæja 10. hlutir sem ég held að geti gert mann hamingjusaman. Ef maður hrærir þessu saman og passar sig að hafa rétt hlutfall, þá hlýtur að koma út hamingja, eða er það ekki. Það er samt eitt, maður verður að passa sig á. Það er að taka ekki of mikið af neinum af þessum liðum, því þá geta komið upp leiðinlegir eiginleikar eins og hroki, mont, græðgi, öfundsýki, ofkeyrsla ofr.
Jamms svo þarf bara finna leiðir til að hlotnast þessa hluti en það er sko önnur saga.