Til dæmis, hvers vegna er svona dýrt að byggja hús? Það er eitt af undirstöðuatriðum mannsins að eiga þak yfir höfuðið, útaf einhverjum ástæðum kostar það fáránlega mikið að byggja hús. Gæti það verið að þeir sem selja land, ríkið, rukki alltof mikið fyrir það. Gæti það verið að skattlagning á byggingarvörur, samráð byggingavörufyrirtækja? Hvað sem það er, kostar þetta alltof mikið, hvers vegna eins og í bandaríkjunum er svona miklu ódýrara að kaupa og byggja? Kannski vegna þess að bandaríkjamenn (sem við gagnrýnum viðstöðulaust) skilji mikilvægi þess að mannskepnan hafi góðan stað til að búa á.
Leigumarkaður er annað dæmi, og haldast þessi tvö í hendur. Því eðlilega vilja leigusalar leigja húsnæði á ekki minna en kostnaðarverð þess að kaupa fasteignina. Um það bil einn þriðji af launum venjulegs fólks fer í leigu eða afborgun af húsnæði.
Einn þriðji fer í húsnæði, helmingur, eða um það bil fer í matarkostnað. Það er margt að því hvernig sá markaður er. En byrjum á vitleysu ríkistjórnarinnar. Út af einhverjum ástæðum þykir það mjög rómantískt að bændamenning blómstri, til þess að hún lifi borgum við, skattgreiðendur, bændum styrki, svo þeir geti ræktað grænmeti og annað, sem við kaupum síðan útí búð á þreföldu verði þess, sem við gætum keypt ef skattar á innflutning yrðu lækkaðir, fyrir alveg sömu gæði. Fyrir mína parta, vill ég ódýrari mat á diskinn, heldur en að bændur, sem rétt komast af, fái himin háa styrki til að halda í einhverja úrelta hefð! Og hvers vegna er matarkostnaður svona mikill? Og hverjir eiga langflestar verslanir á Íslandi? Að græða svona mikinn pening á kostnaði lífsgæðum landa sinna er að mínu mati skammarlegt! Munið bara í hvert skipti sem þessir menn kaupa sér 20 milljón króna bíl eða 200 milljón króna hús, hvaðan peningarnir koma og pælið aðeins í því, hvers vegna ríkidæmi þeirra blómstra, á meðan langflestir landa okkar sökkva í skuldir. Það væri hægt að hugsa með sér, eru þessir menn ekki bara duglegri og gáfaðri? Ef við leggjum öll jafn hart að okkur, höfum við þá ekki öll sömu möguleika? Wake up and smell the coffey! Í kapítalísku efnahagskerfi þarf höfuðstól til að eignast eitthvað, og hve mörg okkar eiga nokkrar millur faldar? Þú eignast ekkert í kapítalísku þjóðfélagi án þess að eiga eitthvað sem þú getur fjárfest með.
Hverjir eru að hugsa um það að líf fólks í landinu batni? Ekki er það ríkistjórn, þar eru eintómir valdagráðugir hundar sem eru uppfullir af stolti og eru búnir að gleyma því hvað þeir eru að gera þarna, þjóna fólkinu, ekki standa í einhverju framapoti.
Kominn tími til að vakna, við þurfum ekki að lifa með þessu, við höfum rödd, og fínan miðil, Internetið. Látum skoðun okkar í ljós, vörpum ljósi á óréttlætið, með þögninni samþykkjum við, kominn tími til að láta í sér heyra.
www.blogg.is/konungurkapital