Áður en ég byrja vill ég taka það fram að ég er ekki á neinn hátt að verja eða afsaka gerðir þeirra sem nota ircið til að komast yfir barnaklám eða til þess að komast yfir börn og stunda með þeim ýmiskonar ósiðlega hluti.
Ég rakst á þráð á batman.is þar sem eru birt samskipti tveggja aðila gegnum ircið (hér er linkurinn: http://www.batman.is/ut.php?id=55454). Annar aðilinn segist vera 14 ára stelpa (undir nafninu: Solveig) og er inni á spjallrásunum á þeim forsendum að fletta ofan af perrum sem leynast þar. Hinn aðilinn segist ver 18 ára strákur (undir nafninu: amaninnee) og er að leita sér að bólfélaga. Mæli með að fólk lesi bara yfir samræðurnar svo ég þurfi ekki að segja frá þeim öllum hér.
Það sem sló mig mest er að fyrri aðilinn (sem þykist vera stelpan) gefur sig út fyrir að vera Netlögga, þ.e. starfsmaður innan lögreglunnar sem er inni á ircinu í þeim tilgangi að fletta ofan af barnaklámi. Ef það er satt, þ.e. að hann sé Netlögga, þá er hann með ansi slöpp vinnubrögð. Í fyrsta lagi er ekki ólöglegt að eiga mök við 14 ára börn (ath. ég er ekki að taka upp hanskann fyrir þeim sem gera það, finnst það vægast sagt ógeðfellt), í öðru lagi var strákurinn ekki að tæla stelpuna (spyr einfaldlega hvort hún vilji “ríða”), í þriðja lagi vitnar hann í röng lög og tekur þau úr samhengi og í fjórða lagi er hann að þræta við þann grunaða um verknaðinn og hræða hann með hótunum. Mér finnst líklegt að þessi “Netlögga” sé ekki á vegum lögreglunnar heldur einhver að leika sér að hræða þá sem stunda ircið á vafasamann hátt. Það að þykjast vera á vegum lögreglunnar er mun alvarlegri glæpur en nokkurntímann sá sem þessi 18 ára strákur var að fremja (þ.e. ef hann var nokkuð að fremja einhvern glæp).
Tilgagnur þessara skrifa er að benda á að í barátunni við barnaklám verðum við að fara varlega og brennimerkja ekki þá sem ekki eiga það skilið. Svona stimplar hverfa seint. Vona bara að þessi Netlögga sé ekki á vegum lögreglunnar því ef svo er þá erum við með ansi óhæfa löggæslumenn.
Fyrir áhugasam um lögin er hægt að finna þau á www.althingi.is. Þetta mál nær til almennra hegningalaga, 201. og 202. greinar (22.flokkur).