Ég lennti í því að vera nauðgað og reyndar líka var ég misnotuð þegar ég var 10 ára. Ég er að verða 19 í sumar og ég kærði nauðgunina sem gerðist 16 nóv 2002, besti vinur minn hjálpaði og sannfærði mig að kæra náungann og ég er mjög þakklát fyrir það en ég hefði ekki haft kjark til þess að kæra ef að hann hefði ekki staðið með mér og farið með mér niðrá löggu stöð. Það var tekið vel á móti mér þarna niður frá en það versta er að ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðu í um 3 mánuði og lögfræðingurinn spurði mig hvort að ég væri alveg 100% viss um að ég vildi kæra því að það eru engar sannanir bara orð gegn orði… en sammt ég kærði hann og hann er þá kominn með þetta á sig.. Ég get sagt ykkur það að það var þvílikur léttir að klára þetta af en ég er búin að reyna að fremja sjálfsmorð sem ég sé hinsvegar eftir en þetta var stórt kall á hjálp og ég er búin að vera að vinna í sjálfri mér en náttúrulega þjáist/þjáðist ég af þunglyndi og var að falla í skólanum og svona þannig að þetta er alveg hræðilegt að lenda í svona. Ég þekki allt of marga sem hafa lennt í því að vera nauðgað og mér finnst að maður ætti að eiga þann kost að fá að vinna sig upp í það að kæra það er ekki auðvelt að rifja upp detail by detail og það sem fer mest í mig er að lögfræðingurinn sagði mér að 90% ákæra sem réttardómurinn eða hvað sem að það heitir er fellt niður…. það er alveg út í hött en já hann neitaði en ég var ekkert að búast við því að hann myndi játa en ég veit það að hann er komið með þessa kæru á sig og hversu stupid getur fólk verið hann hringdi í mig og sagði “já ég var að frétta það að þú hafir verið að kæra mig” ég bara já og það sauð gjörsamlega á mér en ég héllt ró minni og þá spurði hann “ég var að spá hvort að við gætum hist á kaffihúsi einhverntímann fljótlega og ræða saman hvort að við gætum ekki komið okkur á samkomulag með þetta eða fara aðra leið en að kæra” ég héllt nú ekki og sagði bara ég ætla að tala við lögfræðinginn minn og hann hefur sem betur fer ekki hringt aftur… en það var líka annað sem að héllt mér í svona langan tíma að fara að kæra var það að strákur sem er vinur hans og ég kannast við hringdi í mig og hótaði mér og náttúrulega verður maður hræddur…. en já 90% af sona kærum er feldar niður sem er bara ósættanlegt fyrir mér… en hvað finnst ykkur????


Í nótt þegar að ég var að fara að sofa þá fór ég að hugsa sambandi við þunglyndi og svona. Um helgina missti ég ömmu mína og fræna mín frétti það daginn eftir að vinur hennar hafði framið sjálfsmorð, hann hengdi sig, það er allt of mikið um þetta að fólk sem á við þennan vanda leitar sér ekki hjálpar, eins og með þetta dæmi það er bara sorlegt, en ég skrifa hér með eigin reinslu eins og ég var að tala um fyrir stuttu með það sem að ég hef lennt í með nauðgunina og einnig var ég misnotuð þegar að ég var 10 ára og ef að maður hefur lennt í einhverju svona áður þá er maður bara búin að stympla inn í hausinn á sér að maður er bara fórnarlamb og gerir ekkert á móti eins og að hlaupa út eða eithvað, ég lá bara þarna, en mér leið eins og skít, en já þetta leiddi til þunglyndis sem hafði áhrif á mig andlega, líkamlega og einnig félagslega. Ég hætti að hafa samband við alla vini mína eins og kom fram.. En þegar að maður fer alveg gegt langt niður bara þá er allt ömurlegt og engin lausn á neinu og maður vill bara enda þetta líf um leið, og maður er ekkert að hugsa neitt annað en að enda þessu hellst í gær, það er það ömurlega við þetta, því að það eru svo margir sem að elska mann og maður er ekkert að hugsa lengra en að þessari línu _ ekkert lengra. Ég sé svo eftir því að hafa reynt að stytta mér lífið að það er ekki eðlilegt en það var aðeins stórt kall á hjálp eins og mörg sona mál en mér finnst vanata mikla kennslu eða hvernig segir maður þetta svona herferð hversu þunglyndi getur verið alvarlegt það eru til mörg dæmi um sjálfsmorðs vegna þunglyndis. Ok ég viðurkenni það að ég á við vanda að stríða, þetta þunglyndi og það tekur sinn tíma að koma sér á rétt ról, ég varð að taka mér frí í skóla því að ég var búin að falla 3 annir í röð og það er aðeins út af þessu, maður hættir að geta einbeitt sér og einnig hættir að mæta, manni langar bara að sofa út vikuna samfleitt. Og hversu óhollt það er þá er það alveg hægt maður þarf ekki að hugsa um neitt á meðan að maður sefur né maður þarf ekki að feisa vandamálin eins og marr segir. Margir fara í eithvað rugl bara koma sér í einhvern vítahring snúa sólarhringnum við eins og ekkert sé eða vaka bara dögunum saman það eru til mörg dæmi um þetta en ég var að spá hvernig það væri að reyna að fá það að tala við krakka td eins og að fara í skóla og koma því á framfarir að það er engin lausn að stytta sér lífið og svo framvegis. Eins með það að það eru svona sirka 5 af 6 stelpum sem að þora ekki að kæra nauðgun sem er bara hræðilegt. En það sem að ég var að hugsa eins og með það að fara í skóla og reyna að hjálpa einhverjum því að það eru svo margir sem þurfa á hjálp að fá en ég veit ekkert hvernig að maður ætti að framkvæma það en það sem að ég er alltaf að hugsa hvernig er hægt að hjálpa þeim aðilum sem þurfa á hjálp að fá en þora ekki að finna hana ef að þið skiljið :S
WTF !?!?! Ö_ö