Ok þar sem ég hef verið í pásu hérna á Deiglunni í smá tíma þá hef ég ákveðið að gefa frá mér eitthvað öfgafullt og krassandi!

Þá ákvað ég að fjalla um öfgatrúarbrögð, bendi á að ég er trúaður en er þó ekki að fullvissa um að Guð sé endilega til! og að hann sé eini Guðinn í heiminum!

Flest stríð í heiminum byrja vegna trúarbragða, hugsið ykkur Ísrael og Palestínu. Þetta er trúarbragðastríð, þar sem múslimar og gyðingar berjast við hvern annan… bæði trúarbrögðin eru öfgatrúarbrögð, það er að allir fylgja strangt eftir því sem trúin segir. Þó svo að margt í trúnni er gamaldags og kemur ekki saman við það sem tíðkast nú í daga þá er þessu öllu enn fylgt.

Trúarbragðastríð eru jafngömul og trúarbrögð hafa verið til!
Krossfarirnar falla undir þessa gerð stríða þar sem Kaþólska kirkjan vildi fá Jerúsalemsborg úr höndum múslima sem henni héldu.
Mörg þúsund dóu, þar af mörg þúsund börn sem fylgdu öllu eftir sem páfinn sagði og fóru í sérstökum “barnaherdeildum” leiðina til Jerúsalems en ekkert barn komst á leiðarenda, flest dóu og afgangurinn varð að þrælum.

Trúarbrögð eiga líka til að brjóta á rétti sumra einstaklinga eins og Bush hefur bannað hommum að giftast… sumir leiðtogar trúarbragða eins og Páfinn, hafa oft misnotað sér þá sem falla undir sömu trú og látið þá gera eitthvað sem höfuðpaurnum hugnast best. Þá getum við nefnt dæmi, Páfinn selur syndaaflausnir til þess að græða pening. Líka segjum sem svo að ríkistjórn og meiri hluti þjóðar sé annarar trúar en hinn hlutinn er oft brotið á síðari hlutanum, getum nefnt dæmi Saddam Hussein Íraksforseti og Ariel Sharon forsetisráðherra Ísraels, sem dæmi eru 20% Ísraela múslimar en þeir eiga bara einn þingmann af hundruðum á Írösku þingi.

Svo líka að nefna að sum trúarbrögð standa fyrir vísindalegum framförum eins og Gallileo Gallílei setti fram kenningar um hnattlögun jarðar og snúning jarðar um sólina… við getum giskað okkur til hvað Kaþólska kirkjan gerði við hann.

En þó svo trúarbrögð eru í sumum tilvikum slæm þá eru þau nauðsynleg, þau útskýra með sínum eigin orðum afhverju við séum til, hvaða tilgangur er með tilveru okkar og svo framvegis…
án trúarbragða myndi hver og einn einstaklingur gera sér sínar eigin hugmyndir um tilgang sinn og þróun heimsins, og sumar hugmydnirnar gætu orðið hættulegar… það er mannleg þörf að þurfa vita tilgang sinn hér á jörðinni, sem er svoldið erfitt þegar vísindamenn hafa sýnt fram á það að heimurinn sé svo stór og við erum ekki miðja alheimsins(eins og flestum langar að sé :P)
heldur eru við pínkulítill hluti af heiminum og hann fer stækkandi!!!

Ímyndaðu þér teiknitöflu hún er 20 metra löng! og 20 metra há! segjum að þessi tafla sé mynd af sólkerfinu
við enda töflunnar skulum við teikna sólina, í réttum stærðarhlutföllum við stærð töflunnar, taktu þér nú blýant og gerði nokkuð langt frá sólinni einn punkt, þar hefurur jörðina!
Strokaðu nú allt út og ímandaðu þér að taflan sé vetrarbrautin, taktu þér blýantinn og gerði pínkulítinn punkt langt frá miðju vetrarbrautarinnar… þar hefuru sólkerfið okkar!
Ímyndaðu þér svo alheiminn með sýnum mörgu vetrarbrautum… teiknaðu einn lítin punkt langt frá miðjunni… þar hefuru vetrarbrautina okkar!

Fyrir suma er þessi lýsing svoldið skrýtin og erfitt er að ímynda sér þetta… þess vegna fara margir til trúarinnar til þess að fá svör… svör sem já stundum geta verið góð og stundum slæm… sum fáránleg…eins og boðorðin 10 þau eru góð, en samt er saga í biblíunni sem segir að sjálfsróun sé slæm og maður deyji fyrir það… sem er algjör vitleysa :D

Jæja ætla að ljúka þessari umræðu núna, hún hefur verið frekar löng… vona að engin trúuð manneskja( sama hverrar trúar) hafi tekið þessu illa og sem móðgun við sig, þessi grein er skrifuð án allra fordóma… ekki er meint að Mótmælendatrúin sé rétt og betri og vil ég benda á það! :P

Snoothe
Snoother