Olíufélögin stunda enn samráð og komast upp með það. Atlantsolía er ekki með í þessu samráði.

Nú eru nýjar sjálfsafgreiðslubensínstöðvar Ego teknar til starfa en þessi keðja hefur sama verð og 2 aðrar sjálfsafgreiðslukeðjur. Sjálfsafgreiðsluverð á bensínstöðvum allra olíufélaganna eru.


Ego 95 okt. - 97,50 kr. og Dísel, 39,90 kr.


Esso
Esso 95 okt. - 98,70 kr. og Dísel, 41,10 kr.
Esso Express 95 okt. - 97,50 kr. og Dísel, 39,90 kr.

Olís
Olís 95 okt. - 98,70 kr. og Dísel, 41,10 kr.
ÓB 95 okt. - 97,50 kr. og Dísel, 39,90 kr.

Skeljungur
Shell 95 okt. - 98,70 kr. og Dísel, 41,10 kr.
Orkan 95 okt. - 97,40 kr. og Dísel, 39,80 kr.
(minna nálægt bensínstöðvum Atlantsolíu)

Atlantsolía
Atlantsolía 95 okt. - 92,50 kr. og Dísel, 35,00 kr.


Eins og sjá má eru verðin þau nákvæmlega sömu hjá öllum olíufélögum nema Atlantsolíu og þar af leiðandi stunda olíufélögin ennþá bullandi samráð og þau komast upp með það. En Atlantsolía virðist ekki taka þátt í þessu samráði. Verð hjá orkunni er 10 aurum minna en hjá öðrum sjálfsafgreiðslustöðvum. Ego virðist vera þáttakandi í þessu samráði. Ég tel að sú keðja sé undir vængs eins olíufélaganna, hún sé ætluð til þess að gefa góða nýja ímynd eins og Atlantsolíu og plata þar af leiðandi fólk til þess að kaupa bensínið þar.

Þrátt fyrir þetta háa verð og þetta verðsamráð sem liggur uppi fyrir augum allra þá versla Íslendingar sem geta alveg eins verslað hjá Atlantsolíu samt hjá þessum smaráðsfélögum og þar af leiðandi samþykja þeir samráðið.