Umræðuhefð á Íslandi m.t.t. hitamála í samfélaginu á Íslandi er sorgleg. Fjölmiðlar þrífast á þessum svokölluðu hitamálum sem rúlla í ca. 2 vikur. Sjáið bara frá Áramótum. Öryrkjar, Eurovision, Flugvöllur os.frv. Allt óskaplega mismikilvæg mál þar sem prentmiðlar sérstaklega iða í skinninu yfir því að fá landann til að skipa sér í fylkingar og síðan er málið bara búið. Við erum þrælar fyrirsagnablaðamennsku. Förum að mynda okkur skoðun á því sem okkur finnst skipta máli en ekki á hlutum sem blöðin segja okkur að hafa skoðun á Á ÁKVEÐNU TÍMABILI.

P.S. Hættum að gera hæfileikaleysingjum á borð við Einar Bárðarson þann greiða að menn séu að rífast um íslenskt en ekki enskt og tala um hann á sama tíma. Það að landlægar 12 ára gamlar gemsaóðar Skímó-grúppíur hafi náð að troða þessari viðbjóðslegu lagasmíð inn á kostnaðarreikning RÚV fyrir maímánuð n.k., er sorglegt en ekki fyndið. Um það á að rífast. Finnið kjarnann.