Sunnudagur, 18. mars 2001.
Það var blásið í segl sálar minar ,er vor forsætisráðherra talaði í sjónvarpsfréttum áðan.
Hann er sálu faðir minn, það segi ég og hlotnist ekkert fyrir vikið, þannig er bara skyftingheimsins, hann er faðirinn og ég sonurinn, hann með heiður og virðingu, en ég er manna minstur í samfelaginu, en ég hef það eitt sem hann hefur líka og það er sjálfstæð hugsun mín.
Þannig er málum háttað-:Það hafa verið í samfélaginu umræður um hvort að það ætti að vera flugvöllur áfram í vastmírini eður ey.
Mér hefur alltaf fundist það vera ögn skrítið mál að slíkt sé nú einungis í höndum Reykvíkinga, að ákvarða um það.
Maður fær jafnvel á tilfinninguna að Lofthænan borgarstíra- okkar sé að reyna að venja þjóðina við í stórtækum málum þar sem hún er í aðalhlutverki.
Það læðist að mér grunur að hún vilji fara í bæli sálar faðir míns, en hún fær vonandi ekki að komast nær bæli hans en það að losa nætur gagn hans á góðum dögum.
það á einfaldlega ekki eingöngu að vera í höndum Reykvíkinga að ákvarða um það hvort flugvöllur landans verði eða fari, en ef að á annað borð á að fara að kjósa um slíkt , þá á það að vera á landsvísu, og ef það á að fara að kjósa um slíkt, því þá ekki að láta Suðurnesja menn kjósa um hvort það eigi að tvöfalda Reykjanesbrautina eða að láta það bíða. Skiljið?
Ég hef iðulega verið spurður hvort ég ætli að kjósa og ég hef svarað því á þann veg að ég muni nú ekki fara að láta hafa mig af fífli og þá hefur fólk horft á mig eins og ég væri fífl.
Ó hún er grimm hún tilvera vor.
En það er heldur seint í ljótann rassin gripið.
Svo var það á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í gær að Borgar fraukelsið,-sem er nú ekki reisuleg skúta-var að taka sína (vonandi) síðustu skóflustúngu en skóflustunga sú var af heljarinnar íþróttar mannvirki sem er stærra en laugardalurinn.
Það á jafnvel að verða hægt að spila golf inn í þeirri höll, sem staðsett verður í hjarta smámenskunar Grafarvoginum.
Þetta fékk svo lítinn tíma í fréttum okkar að það var aðeins athyglisgáfu minni að þakka að ég varð hennar var, var farið þar varlega að máli. Lítið talað um kostnað og hvernig borgin og Lofthænan sem er í forsvari fyrir hana ætli að kosta þetta mannvirki, sem er nú varla –gefins. Ja, og ekki eru kosningarnar gefins heldur.
Og einfeldningar okkar borgar hafa fundist þeir vera að sinna sínum borgaralegu skyldum með því að láta hafi sig af fíflum , ó,ó,óóó grimma veröld ,þvílík örlög.
Og ég í mínu vonleysi áðan á meðan fréttum stóð og það var verið að greina frá niðurstöðum kostnigana, mér var jafnvel hugsað að ég væri nú kannski bara fífl að halda þetta um bölvaða lofthænuna-svo gott var sjónar spil hennar-og var farin að skammast mín fyrir að hafa hlaupið svona á mig, en hvað skeður ? Vor Forsætisráðherra, Mikilfenglegur, Háttvirtur Hr Davíð Oddsson. Sagði, eins og talað frá mínum dýpstu hjarta rótum-í hugskotssjónum mínum var hann sendi boði Guðs að friða mitt litla hjarta-:að þarna hafi einungis verið á ferð moldvirði sem því miður hafi kostað of mikla peninga, þetta hafi allt verið blekkingin ein. Þetta segir mér hvað ? Já ég skal segja ykkur það, að það skiptir nú litlu hvað stjórnmála menn gera, svo framarlega sem að fjöldanum sé skemmt og að sem flestir fái baðað sig í björtum kastljósunum.
Almúinn þarf ekkert að vera með, enda er það óþarft.
En sú örlög, að tilheyra fjöldanum, þeirri heimsku smásál ”Borgarsálini”í þessu tilfelli, ég vona að mér verði hafnað af henni og hlotnist sá óheiður að verða tekin í þann hóp seint eða aldrei og að ég fái haldið minni sér stæði kendu hugsun um ókominn ár, því það að aðeins að falla í hópinn er smán í augum mínum .
En því miður ölog alltof margra.
Sjálfstæður og frjáls Íslendingur,
Háttvirtur Örn Þór Kristínarson