Fermingar... enn og aftur Þetta málefni hefur brunnið mér á hjarta í langan tíma og nú ákvað ég loksins að taka mig til og skrifa um þetta á huga. Vona bara að ég hafi ekki teygt lopann full mikið.

Upp á síðkastið hef ég talsvert orðið var við það að fólk (mest jafnaldrar og félagar mínir) lýsi því yfir að ef það(fólkið) ætti að velja í dag hvort það myndi fermast myndi það sennilega ekki fermast, þ.e. kristilega. Þetta sýnir bara það að krakkar eru að fermast full fljótt.

Kristilega ferming er náttúrulega (að minnsta kosti formlega) bara staðfesting á kristninni sem maður er skírður inn í, í flestum tilfellum skömmu eftir fæðingu, og því ætti maður að sjálfsögðue ekki að fermast fyrr en maður er kominn með aldur til að gera sér raunverulega grein fyrir þvi hvað það þýðir, hvað kristnin þýðir.

Þegar maður er 13 ára er maður ekki alveg orðinn kynþroska, og þar með hafa vissar hugarfarsbreytingar sem fylgja kynþroskanum ekki átt sér stað. Að öllu jöfnu er fyrir yngri börnum allt bara svarthvítt, gott eða slæmt og satt eða ósatt, en ekki fyrr en svolitlu seinna sem þeim lærist að véfengja orð t.d. foreldra, og að foreldrum og yfirvaldi getur skjátlast.

Það er í raun verið að þvinga kristni upp á krakka með t.d. því að hafa kristinfræði almennt sem skyldugrein í fyrri hluta grunnskóla. Að ferming sé bara staðfesting inn í kristna kirkju er samt úrelt hugarfar, þó að opinberlega viðgangist það enn. Ferming er miklu frekar bara manndómsvígsla. Smá hátíð í tilefni tímamóta hjá barninu. Eitt barn vill ekkert vera útundan þó að það finni sig ekki í kristninni. Því er borgaraleg ferming mjög skemmtilegur kostur, hann þýðir einfaldlega það að börn vilji frekar velja það að staðfesta ekki trú sína á Guð kristninnar og mér finnst að sá kostur ætti að vera meira kynntur fyrir börnum, í dag myndi ég t.d. eflaust fremur fermast borgaralega ef ég ætti valið.

Í dag átti ég svolítið samtal við stelpu sem ég þekki sem var hreinlega bannað að fermast borgaralega, hún vildi ekki staðfesta kristnina, en vildi heldur ekki bara sleppa því að fermast, það eru mikilvæg tímamót í lífi hennar, og þó ekki væri nema fyrir gjafirnar og veisluna sem allir aðrir fá. Því valdi hún frekar að fermast kristilega en að sleppa því algerlega, þó henni fyndist hún ekki trúa á Guð, og því var kristninni hreinlega þvingað upp á hana. Er ekki betra að hinn kosturinn, þ.e. nei á móti jáinu, sé jafn kýsilegur, og að ferming sé raunverulegt val um kristni eða ekki kristni?

Endilega segið hvað ykkur finnst.
(\_/)