Við lifum á skrítnum tímum.
Við lifum á tímum þegar tveir menn geta í umboði heillar þjóðar stutt ólögleg árásarstríð sem að meirihluti þjóðarinnar er á móti.
Ja, í sannleika sagt þá verð ég bara að segja það að mér finnst það helst til skrýtið.
Jamm, mér finnst það alltaf jafn fyndið þegar fólk heldur dauðahaldi í þá fásinnu að Íraksstríðið hafi verið góð hugmynd.
En ég ætla ekki að fara út í eitthvað skítkast á stríðssinna og frekar að reyna að sjá hvort þeir hafi eitthvað til síns máls.


“The CIA possesses solid reporting of senior-level contacts between Iraq and al-Qaeda going back a decade.”

Já, það á víst að hafa verið samband á milli Íraks og al-Qaeda snemma á tíunda áratugnum en það var ekki langvarandi og gleymum því ekki að það er ekki mikið lengra síðan að Írak var ein af vinaþjóðum Bandaríkjanna þannig að við getum alveg eins sagt að það sé náið samband á milli Bandaríkjastjórnar og al-Qaeda.


“The Iraqi dictator must not be permitted to threaten America and the world with horrible poisons and diseases and gases and atomic weapons.”

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst eitt ár vera skítnógur tími til að finna öll þessi gereyðingarvopn.
Og ef það að hafa gereyðingarvopn undir höndum og neita tilvist þeirra er nóg ástæða til að ráðast inn í annað land þá ætti Ísrael að fara að passa sig.


“Saddam Hussein is a bad man”

Ah, þessi er alltaf klassík.
En ef tilgangurinn með stríðinu var að koma slæmum manni frá völdum þá eru margir staðir betri til að ráðast á heldur en Írak.
Og gleymum því ekki að Saddam varð ekki vondur maður fyrr en að Írak réðst inn í Kúveit. Þá fyrst var það rangt af honum nota eiturgas á Kúrdana.
Skilaboð: Þú mátt myrða og limlesta þegna þína, svo lengi sem þú ert á hlið Bandaríkjanna.

Ég býst við því að margir eru ósammála mér og að einhver muni spyrja:“Viltu þá frekar að Saddam Hussein væri ennþá við völd?”
Svar mitt væri:“Væri ástandið í Írak eitthvað verra?”


Hér er svo hellingur af tilvitnunum:

“The evidence indicates that Iraq is reconstituting its nuclear weapons program … Iraq has attempted to purchase high-strength aluminum tubes and other equipment needed for gas centrifuges, which are used to enrich uranium for nuclear weapons.”

“The British government has learned that Saddam Hussein recently sought significant quantities of uranium from Africa.”

“We believe Saddam has, in fact, reconstituted nuclear weapons.”

“We've learned that Iraq has trained al-Qaeda members in bomb-making and poisons and deadly gases … Alliance with terrorists could allow the Iraqi regime to attack America without leaving any fingerprints.”

"We have also discovered through intelligence that Iraq has a growing fleet of manned and unmanned aerial vehicles that could be used to disperse chemical or biological weapons across broad areas. We are concerned that Iraq is exploring ways of using these UAVs [unmanned aerial vehicles] for missions targeting the United States.“

”We have seen intelligence over many months that they have chemical and biological weapons, and that they have dispersed them and that they're weaponized and that, in one case at least, the command and control arrangements have been established.“

”Our conservative estimate is that Iraq today has a stockpile of between 100 and 500 tons of chemical weapons agent. That is enough to fill 16,000 battlefield rockets.“

”We know where [Iraq's WMD] are. They're in the area around Tikrit and Baghdad and east, west, south, and north somewhat.“

”Yes, we found a biological laboratory in Iraq which the UN prohibited."


Hljómar eins og algjört kjaftæði, ekki satt?
Ja, það er einmitt það sem það er…