Lögreglan ryðst inn í Kristjaníu Ég las á www.mbl.is að lögreglan hafi ráðist inn í Kristjaníu og handtekið þar 69 manns vegna sölu og dreifingu á hassi.

\“Árið 1987 var viðurkennt formlega að Kristjanía væri „félagsleg tilraun\” og tveimur árum síðar veitti danska þingið íbúunum leyfi til að nýta landið\" stendur á www.mbl.is og ekki veit ég betur en að þessi tilraun hafi hreinlega gengið bara vonum framar.
Langflestir sem ferðast til Danmörku gera sér leið í Kristjaníu, kanski ekki til að kaupa sér hass, en allavega til að skoða þennan stað sem verður að teljast nokkuð magnaður.

Núverandi ríkistjórn þeirra Dana vilja hinsvegar stöðva þessa meiriháttar glæpastarfsemi sem þarna fer fram. Rumpulýðurinn og stórglæpamennirnir sem ógna öllum friði í landinu og valda meiriháttar óskunda hvert sem þeir fara og halda Danaveldi í þvílíku hræðslu ástandi að fólk þorir ekki útúr húsi, verður að stöðva!! Og það með öllum tiltækum ráðum.
Sendum lögregluna æðandi þangað inn með tilheyrandi látum og vopnum til að handsama þessa stórglæpamenn sem eru að éta Danaveldi upp að innan og drepa börnin okkar með sínu stórglæpsamlega athæfi.

Ríkistjórnin segir að nú skuli allir íbúar Kristjaníu borga leigu fyrir landið, en ekki 20.000 þús krónur á mánuði fyrir hita, rafmagn og því sem fylgir eins og hefur tíðkast undafarin ár.
Svo oná þetta er stjórnin búin að kippa undan fólkinu þarna aðal lífsviðurværi sínu sem þýðir að atvinnuleysi á eftir að aukast um þá tölu fólks sem býr þarna og sumir eiga eflaust eftir að flækjast í alvöru glæpi til að fjármagna í sig og á.

Nú spyr ég, WHAT GOOD WILL COME OF THIS?

Þetta er risastórt stökk í fortíðina, þarna er verið að bjóða hættunni heim og algerlega verið að vinna í ósamræmi við reynslu og rannsóknir sem benda á að þessi staður sé einfaldlega af hinu góða.

Heldur stjórnin að fíkniefna vandinn eigi eftir að lagast við þetta?
Tekst þeim að uppræta þessa stórhættulega glæpamenn sem eru að byrla börnum eitur?

Hvað haldið þið?
ibbets úber alles!!!