Ok ég sat í morgun fyrir framan Ísland í bítið og var að gera mig klára í skólann þegar það eru auglýgsingar, mamma mín kallar á mig þar sem ég sit inní herbergi að gera mig klára til að fara út.
Í sjónvarpinu á Stöð 2 var verið að sýna auglýgsingu út Sjálfstæðu fólki með Jón Ársæl.
Þetta er hneyksli……hann var að taka viðtal við Mundu eða Guðmundu eins og hún heitir sem sat inni fyrir morð á frænda mínum, og á oðrum manni.
Og þau stóðu fyrir framan gröf frænda míns, sem mér finnst bara óviðeigandi því hún hefur bara ekkert að gera þarna, og það var gerður þáttur um þetta fyrir 1 eða 2 árum í Sönn íslensk sakamál og þar var einungis skoðað málið frá hennar sjónarhorni og ekki var litið á rannsóknarskýrslu lögreglunnar.
Mér mundi nú finnast það sjálfsagður og augljós hlutur að láta að minnsta kosti aðstandendur vita ef eitthvað á að birta um þetta, þá meina ég aðarlega í Sönn íslensk sakamál því þetta var morð.
Og mér finnst það óviðeigandi að Jón Ársæll fari að taka viðtal við hana og sýna leiði manns sem hún drap og sem hún kallaði manninn sinn eða sambýlismann sem hann var ekki !
Þetta var morð sem hún sat inni fyrir í 3 ár og síðan fór hún og drap annan…..og Jón Ársæll er síðan að taka viðtal við hana, hún hefur verið nógu mikið í fjölmiðlunum þessi ár og það þarf ekki að fara að tala um þetta aftur, örugglega í milljónasta skiptið.
Jæja…..þetta er allt sem ég hef að segja í bili
Kv. Hauth
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"