Þetta eru mínar skoðanir, þið megið auðvitað rökræða þetta enn ég ætla ekki að lýða einhverja skítakastara!


Ég var bara á MSN í gær 14.mars og allt í einu var sagt við mig “put an X in front of your name in memory of the innocents who died in Madrid and send this forward to everybody on your MSN”.
Ég sendi þetta áfram og setti X fyrir framan nafnið mitt til minningar hinna látnu. Ég hafði fengið eitthvað þessu líkt þegar Twin Towers sprungu og gerði það sama þá.

Enn þetta fékk mig til að hugsa, í Írak er nýbúin að springa sprengja enn ekki var sent svona út. Ekki var sent eitthvað svona út þegar Bush sprengdi Afghanistan aftur á steinöld í leit að nokkrum mönnum. Eru bara send út svona skeyti ef það er hinn Vestræni heimur sem verður fyrir áfalli, hvað með hina hugsum við bara um okkur? Auðvitað vil ég ekki gera lítið úr sprengjuni í Madrid enn mér finnst þetta samt ósanngjarnt fyrir þeirra hönd.

Í heiminum í kring eru fólk af deyja útaf hriðjverkum enn ef það springur ein sprengja í Evrópu þá fer allt í fár. Bandaríkin “frelsuðu” Írak og gerðu allt verra, eftir “frelsunina” eru hryðjuverk framin útum alla Bagdad og víðar. Hvort er ástæðan fyrir því að við sendum ekkert svona skeyti út fyrir hönd Íraka eða annara útaf fordómum eða höldum við að við séum svona þróaðri.

Það kæmi mér ekkert að óvart að það spryngi önnur sprengja í Írak og við munum varla taka eftir því, kemur bara snöggt skot í fréttunum um það. Auðvitað eru öll hryðjuverk hræðileg enn eru þau eitthvað hræðilegri ef þau eru framin í Bandaríkjunum eða Evrópu?

boggi35