Ég sendi sem er hér fyrir neðan á föstudagin til nokkura Alþingismanna, og það er óskandi að einhver af þeim sýni því sem ég tala um áhuga og taki eftir óréttlætinu sem ég er að benda á.
–
Ágæti þingmaður
Í dag eru ýmis sérhagsmunasamtök kvenna áberandi og er efni þessa bréfs um áhyggjur mínar af starfsemi þessara samtaka og hvað þau eru að gera. Þau samtök sem hafa sprottið upp undanfarin ár aðhyllast öll femínisma í einhverri mynd og segjast þessar konur vera að berjast fyrir jafnrétti og réttlæti og fegra þær þannig sitt málefni og málstað, þegar raunin er að það er verið að berjast fyrir forréttindum kvenna, og þar koma hagsmunir karla ekkert inn í þá baráttu.
Í atvinnuleit undanfarna mánuði þá hef ég tekið eftir að það er farið að mismuna fólki eftir kyni í starfsveitingum, og virðist sem ákveðið kyn, eða hið rétta kyn eigi að fá forgang í ýmsum starfsgreinum, og þá er hægt að miða þennan forgang við hvað nasistar voru að gera á sínum tíma þar sem hin rétti kynstofn fékk forgang í vinnu, en gyðingar ekki. Ég man eftir atvinnuauglýsingu frá fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem auglýst var staða, og sagt að konur væru hvattar til að sækja um, ég sótti um og í nei bréfi sem ég fékk var sagt að kona hefði verið ráðin, þegar ég spyr út í þetta hjá jafnréttisstofu þá er mér sagt að það sé löglegt að fara út í aðgerðir sem jafni stöðu kvenna sérstaklega, það þarf valla að fara mörgum orðum um hvað þetta þýðir en það hlýtur hvaða maður sem er að sjá að þetta er ekki eðlilegt né jafnt, eða á nokkurn hátt siðferðislega rétt.
Eftir því sem ég fæ best séð þá er þetta mannréttindabrot , og ég fæ ómögulega séð hvernig jafnréttislög gátu fengið samþykki því þau stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu, tekið af www.althingi.is .
14. gr. [Bann við mismunun.]1)
Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu.
1)Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.
Og einnig stangast jafnréttislög á við þetta ákvæði í sjónarskránni, þetta setur en fleiri spurningar við það hvernig alþingi gat samþykkt lög sem stuðla að kynjamismuni, sem er sama og stuðla að mismun milli húðlitar á fólki. Og gera einum húðlit hærra undir höfði.
VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
Svo ef maður skoðar sjálf jafnréttislög þá er ákvæði þar sem segir þetta
http://www.jafnretti.is/gogn/jafnrettislog.htm #1.gr.
1. gr.
Markmið.
d. bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu,
Hvernig er hægt að kalla þetta jafnréttislög þegar svona ákvæði er í þessum lögum, ég hef svo séð að konur eru að nota þetta grimmt til að sækja inn á störf sem þeim langar að vinna, og þá er ekkert verið að horfa á hvort það séu fleiri karlar eða konur sem útskrifast úr viðkomandi fagi í skóla, heldur ekki verið að horfa á hver sé hæfasti einstaklingurinn í starfið, aðeins horft á kyn fólks.
Þær svo virðast taka út ákveðin störf sem þeim langar að vinna og beita fyrir sig jafnréttislögum sem gerir það löglegt að mismuna fólki eftir kyni, og af að rökræða við femínista þá skilst mér að ef ég sem karlmaður missi af atvinnutækifæri út af þessum aðgerðum, þá geti ég einfaldlega farið að vinna byggingarvinnu eða aðra verkamannavinnu sem þessar konur sækja ekki í, og greinilega hafa þær engan áhuga á að þeirra kyn verði jafnað út í vissum atvinnugreinum sem karlmenn eru fjölmennir í. En þær hafa áhuga á að þeirra kyn verði jafnað út í stjórnunarstöðum, það hefur maður tekið eftir af að fylgjast með fréttum.
Í ljósi þessarar þróunar þá tel ég það vera komin tími á að jafnréttislög, og sérhagsmunasamtök kvenna verði sett undir smásjá, og það verði komið í veg fyrir að það séu til lög sem heimili mjög metnaðarfullum konum að eiga forskot í framapoti út af því þær eru konur. Enda er það ekkert jafnt að það séu til lög sem heimili það að mismuna fólki.
Í sambandi við að setja sérhagsmunasamtök kvenna undir smásjá þá sýnist mér þeirra starfsmeni flokkast undir hryðjuverkastarfsemi þar sem markmið þeirra er að ráðast á karlmenn úr hvaða skotgröfum sem þær finna. Og það vakir ekkert jafnrétti eða réttlæti fyrir þeim konum sem eru ofan í þeim skotgröfum.
Þetta sést best á röksemdarfærslu sem ég hef tekið eftir í skoðanaskiptum sem ég hef átt við femínista á netinu, þar sem þær tala um að þær telji að konur hafi verið kúgaðar í fornöld, þá eigi þær í dag heimtingu á skaðabótum. Þær skaðabætur gætu svo verið í formi laga sem segir að konur eigi að njóta forskots á vinnu og annað sem kemur að velferð og afkomu fólks í lífinu.
Sem er það sama ef svertingjar stofnuðu sérhagsmunasamtök og stjórnmálahreyfingu sem berðist fyrir lagasetningum sem kveða á um forskot og forgang fólks í störf og lífsgæði eftir því hvernig húðlitur þeirra er, og þeir svo geri kröfu um skaðabætur af hendi hvíta kynstofnsins út af þrælahaldi fyrir nokkrum hundruð árum, og svertingjar svo fari fram á að þeirra húðlitur verði jafnaður út í störfum sem hvíti maðurinn er áberandi fjölmennur í.
Einnig í sambandi við starfsemi femínistasamtaka, þá hefur maður tekið eftir að þessi samtök hafa myndað sér sitt eigið gildismat á ýmislegt í samfélaginu. Og vilja þær innleiða sitt gildismat og skoðanir á mörgum sviðum, og gefa í skyn að þeirra gildismat sé eina rétta gildismatið. Þetta er mjög svipað og það sem ýmsir harðstjórar hafa gert gegnum mannkynssöguna. Svo fann ég hér www.althingi.is/altext/130/s/0202.html tillögu til þingsályktunar um að setja femínistahreyfingar á ríkisstyrk, mér finnst þetta alveg ótrúlegt, á núna að fara að ríkisstyrkja konur í að finna leiðir til að upphugsa sérréttindi handa sjálfum sér ? mun verða sett fram þingsályktun um að opinberan sjóð til handa samtökum sem berjast fyrir sérréttindum karla ?
Líka er ég að taka eftir umræðu um frumvarp sem á að heimila jafnréttisstofu að taka á launamismun kvenna, það er í fínu lagi að konur hafi sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu, en verða þessi lög þannig að karlmenn geti einnig kært það ef þeir telja sig ekki hafa sömu laun og aðrir í fyrirtækinu ? held það viti það allir að það viðgengst að fyrirtæki borgi sumum betur en öðrum, hvort sem það er út af fjölskyldutengslum eða öðru, og það svo réttlætt með að fyrirtækið telji viðkomandi starfsmann betri starfsmann en aðra, hvort sem það er rétt eða ekki.
Ég gæti giskað á að svar við þessari spurningu gæti verið að karlmenn geti ekki kært launamun út af því þeir eru karlmenn, og jöfnun launa sé aðeins ætluð konum.
Einnig fann ég hér www.althingi.is/altext/130/s/0201.html greinargerð að lögum um bann við umskurð kvenna, og af að lesa yfir þetta þá rek ég upp stór augu, þar segir þetta ? tekið beint úr texta þar. ?Í kjölfar aukins fjölda innflytjenda frá löndum þar sem umskurður tíðkast hefur þörf fyrir lagasetningu er bannar verknaðinn aukist í löndum Evrópu. Vitað er að verknaðurinn hefur viðgengist í Danmörku, Bretlandi, Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu? ekki veit ég hvaðan þessar upplýsingar eru fengnar, en mig langar að minna á að þessi ósiður viðgengst hjá mjög fámennum frumstæðum þjóðflokki, eða flokkum í sómalíu í Afríku, og það er mér furða að þessir litlu þjóðflokkar eigi að vera það fjölmennir að þeir eigi að geta fyllt fólksflutninga til allra þessara landa.
Svo get ég ekki annað en velt fyrir mér af hverju þeir sem standa að þessum lögum fara ekki fram á að umskurður sveinbarna verði bannaður, nú tíðkast það meðal gyðinga að umskera sveinbörn. Og það segir sig sjálft að þetta er alveg jafn ómannúðlegt og að umskera konur ? og veldur óþægindum og öðrum neikvæðum áhrifum sem þingmenn ættu að kynna sér betur.
En tilgangur með þessu bréfi er að benda á það óréttlæti og þann mismun sem sérhagsmunasamtök kvenna eru að berjast fyrir, og mín ósk er að ég nái athygli alþingismanna og þeir skoði það hvaða áhrif femínista samtök eru að hafa á samfélagið sem við búum í, og hvort þau áhrif séu af hinu góða.
Allavega finnst mér þau áhrif ekki vera jákvæð eins og ég bendi á í bréfinu, og eru fleiri en ég sem gætu tekið undir það.
Kveðja Með von um góð viðbrögð.