Ég í samræðum mínum við margann manninn tekið eftir hversu sjálfgefið fólki finnst sjálfstæði íslensku þjóðarinnar vera. Maður heyrir jafnan talað í þá átt að sjálfstæði sé eitthvað sem allar þjóðir eiga og hafa alltaf átt, ekki þurfi að hlúa að því eða jafnvel verja ef hætta steðji að.
Ég sjálfur tel mig vera ágætlega lesinn og kunnugur heimsmálum sem og sögu þjóðarinnar og ætla ég mér að stikkla á stóru hér á eftir til að skýra mál mitt betur.
Það má segja að ákveðin þáttaskil hafi orðið 1258. Þá geysaði hér sturlungaöld og Hákon konungur réði ríkjum í Noregi.
Gissur Þorvaldsson hét maður, hann var jarl yfir suðurlandi og var hann eini sem enn var á lífi er var konungi handgenginn. Gissur þessi lék tveimur skjöldum og sveik konung. Hallvarður “Gullskór” var skipaður af konungi og sendur frá Noregi til að leggja landið undir konung og tókst honum það með klækjum. Þar með var saga þjóðveldisins öll og árið 1363 kvæntist Hákon VI konungur Noregs Margréti dóttur Valdimars atterdags sem síðar leiddi til sameiningar norðurlanda undir stjórn Dana. Þar með var Ísland orðið hluti af Danaveldi.
Danaveldi sá um varnir Íslands og sendu hingað af og til frá og með árinu 1500 herskip til Íslands að gæta hagsmuna sinna. Vegna 30 ára stríðsins ríkti hálfgerð ringulreið í Danaveldi og dróst það á langinn að senda herskip til Íslands. Og árið 1627 þegar skipin loks létu úr höfn áleiðis til Íslands höfðu ógeðfelldir atburðir átt sér stað. Skipum stjórnað af óaldarlýð og ræningjum höfðu lagt til atlögu gegn varnarlausri þjóðinni og skilið eftir sig sár sem enn hafa ekki gróið að fullu og eru enn í fersku minni landans.
Tyrkjasoldán réði ríkjum við suður miðjarðarhaf og var Alsír hluti veldis hans. Þaðan voru ránsferðir þessar gerðar út. Fjögur skip úr tólf skipa flota lögðu leið sína til Íslands. Fyrsta strandhökkið átti sér stað í Grindavík 20. júní. Þar rændu þeir tveimur kaupskipum og fólki. Síða sigldu þeir að Álftanesi í því skyni að taka þar þrenn skip eru voru þar staðsett. En Holgeir Rozenkranz höfuðsmaður á Bessastöðum hafði gert all mikinn viðbúnað, og meðal annars hlaðið virki stórt og mannað þar fallbyssur.
Samkvæmt mínum bókum voru það einu fallbyssurnar er voru á Íslandi á þeim tíma.
Tyrkir hafa ákveðið að snúa við er þeir urðu varir við viðbúnað þennann en það gekk ekki betur en svo að þeir sigldu einu af skipum sínum í strand í grynningunum. Hófust þeir þá handa við að afferma skipið af öllu því góssi er þeir höfðu tekið ófrjálsri hendi í Grindavík. Þetta fengu þeir gjört í fyllstu ró og ekki skorti næði heldur þegar Holgeir skipaði mönnum að hleypa ekki af byssum Bessastaða.
Héldu ræningjarnir svo á brott áleiðis til Alsír með illa fenginn feng sinn er þeir höfðu rænt af varnarlausri þjóðinni.
En hryllingum var ekki lokið enn. Þann 5. júlí komu hin tvö skipin að landi við Austfirði, nánar tiltekið Lóni. Þaðan fóru þeir með miklum látum og grimmd rændu og frömdu níðingsverk mikil og fóru með óeðli sitt allt til Fáskúrðsfjarðar. Þegar þeir höfðu fengið nægju sína héldu þeir suður með landinu og hittu þar á leið sinni fyrir fjórða skipið sem slóst með förina.
Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja.
Þar hentaði vel af náttúrnnar hendi til grimmdarverka, enda ekki hlaupið að því að flýja eins og menn áttu kost á að gera á fasta landinu. Þeim virðist hafa líkað dvölin vel í Vestmannaeyjum því þeir dvöldust þar í tvo daga og fengu útrás fyrir hvötum sínum. Frá Vestmanneyjum höfðu þeir 380 fanga en af þeim drápu þeir 43. Ekki ætla ég að lýsa aðförum ræningjana frekar enda ofbýður mér sú grimmd er þar var að verki.
Það átti eftir að gerast aftur að erlend herskip myndu láta á sér kveða á Íslandi.
Það var árla morguns föstudaginn fyrir hvítasunnu árið 1940 að erlendur her steig á land í Reykjavík úr herskipum. Þarna voru á ferðinni landgönguliðar hennar hátignar. Með því að fyrsti landgönguliðinn steig fæti á Íslenska grund hófst hernám Íslands. Þar var þjóðin enn og aftur ekki spurð álits, hún var tekin herskildi og var á valdi annars ríkis sem í krafti hervalds tók völdin.
Reyndar voru völdin ekki í höndum íslensku þjóðarinnar heldur Danakonungs. En engu að síður þá hernám Íslands staðreynd. Aðdragandi hernámsins var skammur og er orakana að finna í áætlun Frakka og Breta að hjálpa Finnum í stríði sínu við Rússa. Höfðu þeir skipulagt landgöngu á Noregi í því yfirskini að hjálpa Finnum í ofantöluðu stríði. Þó var raunverulegur tilgangur þessara aðgerða talinn vera sá að stöðva flutning á sænsku járngrýti til Þýskalands. Þegar Þjóðverjar fréttu af þessum tilkomandi aðgerðum gerðust þeir fyrri til og hertóku Noreg.
Vegna þess að Noregur var á valdi Þjóðverja sáu Bretar sig knúna til styrkja hafnbannslínu sína milli Grænlands og Orkeyja. Þar með var Ísland orðið lykillinn af sterkri hafnbannslínu.
Íslenska ríkisstjórnin hafnaði öllum málaleitunum um aðstöðu Breta hér á landi á þeim grundvelli að svo framarlega sem engin her væri hér á landi þá hefði Þjóðverjar enga ástæðu til að ráðast á það.
Aftur eins og í Tyrkjaránunum 1627 voru herskipin fjögur að tölu er lögðu leið sína að ytri höfninni í Reykjavík.
Þó voru ekki hér á ferð ótýndir glæpamenn eins og árið 1627. “Einungis yfirmönnunum var þó tjáð að til að ná árangri hratt og örugglega, og án verulegs mannfalls, gæti landgönguliðið orðið að sætta sig við að missa fáeina menn án þess að svara í sömu mynt. Hugsanlega mætti vænta andspyrnu um það bil 70 manna lögregluliðs bæjarins ásamt þeim 200 Þjóðverjum sem á landinu dveldust. Ekki kom þó til neinna alvarlegra átaka enda engin her fyrir á Íslandi og landið enn og aftur algerlega varnarlaust.
Ef sagan er skoðuð í tiliti til varnarleysis þjóðarinnar í gegnum tíðina, þá vaknar sjálkrafa sú spurning hvort algert varnarleysi sé verðugur kostur. Engar varnir voru til staðar þegar Hákon konungur Noregs innlimaði landið í ríki sitt og einnig brást vörn sú er danir áttu að veita árið 1627 og ekki voru þeir heldur til staðar 1940. Við höfum heyrt menn eins þingmanninn Ögmund Jónasson segja að Íslandi sé best borgið með varnarleysi. Þó ég efist ekki um að góðar hvatir búi þarna að baki þá verður það aldrei annað en barnaleg óskhyggja að telja sjálfum sér um trú að heimurinn sé laus við stríð og ofbeldi. Í raun gildir það um allar forvarnir, með sömu rökum mætti halda því fram að lögregla og lög væri óþörf því án laga væru glæpir engir. Þegar maður átt í höggi við illmenni er stjórnast að lágum hvötum gengur skammt að henda frá sér vopnum og flagga varnarleysi sem skildi, það er einungis vatn á myllu illmennsins og myndi gera illvirkið enn auðveldara í framkvæmd. Enda er ólæst hús mun skárri kostur til innbrota heldur en læst híbýli með þjófavörn.
Mér þætti vænt um að heyra hverjar skoðanir ykkar eru á þessum málum. Nú þegar brotthvarf varnarliðsins getur borið upp þá og þegar. Teljið þið hugarar góðir æskilegt að Ísland verði varnarlaus líkt og á árunum 1627 og 1940?
Kv.
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.