Í Bandaríkjunum, hinum miklu, hefur ein borg tekið upp á því að lögleiða giftingu. Ja, ekki er það fréttnæmt nema hvað að nú mega allir gifta sig, svo framarlega sem þeir hafa náð tilskyldum aldri. Nú mega allir gifta sig óháð kyni. Eða með öðru orðum- samkynhneigðir mega gifta sig.
Svo virðist sem einhverjir séu á móti því að fólk sem elska hvort annað (ekki misskilja mig!) gangi í hjónaband, sem er viðurkennt af ríkinu. Hvað er vandamálið. Af hverju má fólk sem elskar hvort annað ekki ganga í hjóna band? Vaknið! Þetta er 21. öldin, maður ætti að halda að þróunin ætti að halda áfram, ekki fara niður á við. Svo virðist sem að hópur af fólki finnist rangt að fólk elskar aðra manneskju af sama kyni vegna þess að það mistúlkar eða eitthvað, einhvern þátt í bók sem heitir víst Biblían, sem segir að gifting sé hjónaband karls og konu.
Maður má gifta sig = staðreynd
Kona má gifta sig = staðreynd
Maður má ekki giftast manni
Kona má ekki giftast konu
Af hverju má karl ekki giftast karli fyrst að karl má kvænast konu?
Af hverju má kona ekki giftast konu fyrst að hún má giftast karl?
Er ekki rökrétt að maður/kona megi giftast hvaða einstaklingi í heiminum sem er (fyrir utan svona önnur smávægileg atriði sem ég nenni ei að telja upp nú)?
Hvað er þá að því að giftast manneskjunni sem maður elskar, þó að hún sé af sama kyni?
Ég mundi vilja fá svör við þessum spurningum, engin skítköst eða leiðindarsvör sem hafa engan tilgang nema til að niðurlægja fólk fyrir skoðanir sínar. Það væri gott að fá einhver svör af viti, svona frá sem flestum, með sem flestum skoðunum:)
Fantasia