Mér er spurn, hvar stendur ríkisstjórnin varðandi fákeppni ?

Það verður að segjast eins og er, að valdhafar hér sína sérlega mikinn tvískinnung í þessum efnum. Tökum sem dæmi verðsamráð olíufélaganna. Hinn almenni borgari verður að teljast ansi þröngsýnn ef að hann vissi ekki hvað var í gangi. Hvernig er hægt að sjá ekki hvað klukkan sló ? Samt segir forsætisráðherra að hann sé gáttaður á þessu…ef að satt reynist!

Ekki var betra uppi á teningnum í grænmetismálinu svokallaða, þar sem að samkeppnisyfirvöld slógu létt á fingurna á innflytjendum og leyfðu þeim síðan að halda ótrauðir áfram. Hvað varð um þá umræðu ?

Hinsvegar skortir ekki gagnrýnina og ásakanirnar ef að Baugsfeðgar taka sér eitthvað fyrir hendur. Og ekki vefst það fyrir valdhöfum að siga á þá eina vopninu sem þeir hafa, skattrannsóknarstjóra.

Hvort sem að manni líkar betur eða vel við Baug (Haga) þá hefur tilkoma Bónus á íslenskum neytendamarkaði gjörbreytt lífi og lífsskilyrðum hina lægstlaunuðu, sem og margra annara. Við skulum ekki gleyma því að eins óheiðarlegir og ríkisstjórnin telur þessa menn vera, þá gefa þeir hinum verst stöddu í þjóðfélaginu vel á annan tug milljóna í matvöru, svo að þeir geti haldið jólin hátíðleg. Miklir glæpamenn þar !?!

Svo virðist sem að fyrirtækjum á íslandi sé skipt í tvo flokka:
Þóknanlegir Davíð & Co.
Ekki Þóknanlegir Davíð & Co.

Að sjálfsögðu eru þeir sem að falla í fyrri hópinn, svo til látnir í friði. (Samanber áralanga kúgun olíufélaganna á ísl. neytendum)

En þeir sem eru svo óhrppnir að vera í hinum hópnum fá ekki stundarfrið.

Eitt fyrirtæki sem að aldrei hefur lent í umræðunni, en hefur ógnarvald á íslenskum neytendum (fellur í fyrri hópinn n.b.) er Mjólkursamsalan. Hér er á ferðinni eitt það alsérstakasta einokunarfyrirtæki sem um getur. Mjólkursamsalan er sjálfseignarstofnun, samansett úr Mjólkurbúum, sem eru samansett af mjólkurbændum. Því miður hafa mjólkurbændur ekki riðið feitum hesti frá framleiðslu og fjárfestingum sínum, og er því miður fyrir mörgum þeirra þannig komið að þeir eru einungis í vinnu hjá Mjólkursamsölunni, þar sem að hún á bú þeirra, sem og allan tækjabúnað. Það getur vel verið að úti á landi leynist lítil mótspil s.s. Mjólkursamlag KEA, en þegar að MS sér um að þjónusta 75% af þjóðinni, þá telst það til nokkuð sterkrar markaðsstöðu.

Sem dæmi eru mjög miklar hömlur á innflutningi á mjólkurafurðum, og oftar en ekki lyktar það eins og að það hreinlega ákveðið uppi á Bitruhálsi hvað megi flytja inn og hversu mikið. Merkilegt nokk, þá er það oftar en ekki MS, sem að stendur fyrir að kaupa upp alla kvóta, og hreinlega sleppir því að flytja vöruna inn.

Hneikslanlega, þá ákvað formaður MS að setjast í helgan stein fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu byrjaði hann þó á því að teikna handa sjálfum sér veglegan tugmilljóna starfslokasamning (ekki þurfti hann að bera það undir neina hluthafa, þar sem að þetta er jú sjálfseignarstofnun) og auglýsti svo starfið laust. Viti menn! Hann taldi sjálfur að enginn umsækjandana væri hæfur til að takast á við verkefnið, og réð sjálfan sig aftur í vinnu (n.b. hélt starfslokasamningnum) á miklu betri kjörum og með miklu flottari jeppa!

Ertu hissa á því að mjólkin sé dýr ?
Ertu hissa á því að kílógramm af brauðosti kosti rúmlega 1000.- ?
Ertu hissa á því að það sé enginn önnur mjólkurferna í búðinni, önnur en frá MS ?

Ertu hissa á því Dabbi & Co, hafi aldrei ymprað einu orði um þessa fákeppni ?

Mér finnst þetta allaveganna frekar furðulegt fyrirkomulag allt saman….

Þetta er mín skoðun, hvað finnst þér ?

p.s.
Mjólk er góð! (En ands***i dýr!)