
Það er ótrúlegt að svona félög skuli hafa eitthvað vald í þessum efnum. Það var jú einu sinni George W. Bush sem var forseti og leiðtogi þjóðarinnar í þessum hörmungum.
Mér finnst þessar auglýsingar flottar og vona að fólk gefi sér tíma til þess að skoða þær: http://www.georgewbush.com/tvads/
Þetta hefur mbl.is um málið að segja:
“Auglýsingaherferð George W. Bush Bandaríkjaforseta vegna forsetakosninganna síðar á árinu byrjar ekki vel. Samtök ættingja þeirra, sem fórust í hryðjuverkaárásunum í landinu 11. september 2001, hafa harðlega gagnrýnt auglýsingar, sem tóku að birtast í fjölmiðlum í gær.”
“Landssamtök slökkviliðsmanna í Bandaríkjunum hafa beðið þá sem standa fyrir auglýsingunum um að hætta að birta þær. jafnframt fóru samtökin fram á að Bush forseti bæði ættingja þeirra slökkviliðsmanna, sem fórust í World Trade byggingunum, afsökunar á að hafa vanvirt minningu þeirra með því að tengja hana pólitískum slag.”
Ég vona að fleiri taki undir með mér í þessum málum, það má ekki leifa svona sérhagsmunahópum að hefta tjáningafrelsið.
Kveðja,
Guðbjörn