Ég er búinn að reka upp stór augu undanfarna daga vegna atburða sem hafa verið að gerast í heiminum. Fyrsta lagi það sem Ameríkönum finnst um smá nekt. ég bara verð að segja það en mér finnst þessir Ameríkanar vera soldlar pempíur, það má ekki sjást smá nekt í sjónvarpi og þá hoppa þeir uppá áhestinn sinn og banna myndbönd eða eitthvað svoleiðis. Eins og atriðið sem varð á SuperBowl með Janet Jackson og Justin Timberlake, með brjóstið hennar J.J! ok það varð allt brjálað þegar þetta gerðist og svo sitjum við hérna íslendingarnir og horfum á fréttirnar og fáum að sjá þetta og þetta er ekkert mál fyrir okkur! Svo giftingar samkynhneigðar/tvíkynhneigðra ! Hvað er að gerast í Bandaríkjunum afhverju er þetta bannað þetta er fólk eins og við ? samkynhneigðir eru ekki eitthverjar skepnur sem maður á að vera hræddur við. Og svo er svissneski jóðlarinn hann Arnold eitthvað að setja sig á móti þessu og George Bush líka ! Mér finnst þetta óréttlátt fyrir samkynhneigða/tvíkynhneigða Bush og Arnold og fleirum sem finnst að ætti að banna þetta láta eins og samkynhneigðir/tvíkynhneigðir séu eitthver úrhrök í samfélaginu og eigi ekki að fá að giftast þeim sem þeir elska mest. Persónulega finnst mér þetta fáránlegt og þetta eru brot á mannréttindum að samkynhneigðir/tvíkynhneigðir fá ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir ! Mér finnst George Bush, Arnold S. og fleiri stjórnmálamenn mjög ósanngjarnir. Og nú er bara að vona að George Bush muni stíga úr forsetastólnum í komandi forsetakosningum því hann hefur ekkert gott gert fyrir heiminn þennan tíma sem hann hefur verið forseti. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og segja að George Bush er ekkert betri en Bin Laden.
Persónulega finnst mér bara fáránlegt og ósanngjarnt fyrir samkynhneigða/tvíkynhneigða að fá ekki að giftast sama kyninu þetta er fáránlegt og ef George Bush ætlar að reyna að fá lögum breyttum í stjórnarskránni eða hvað sem það var ( mannréttinda dótarí ) til þess að samkynhneigðum verði bannað að ganga í það heilaga þá er hann algerlega orðinn kolruglaður karlinn og mjög ósanngjarn gegn samkynhneigðum/tvíkynhneigðum Ameríkum.