Hér er smá atvik sem ég lenti í,í sambandi við yfirdráttinn á kortinu mínu,og ég er forvitin að vita ykkar álit á réttindum okkar sem viðskiptavinir banka. Ég sleppi öllum kerfismálum og bankatungumáli og pikka þetta bara sem almennur John Doe.
Sunnudagur. Ég tek út 1000 krónur og sé á kvittun að ég á 3000 krónur eftir. Ég kaupi fyrir 660 krónur um kvöldið og samkvæmt því á ég að eiga 2340 kr.
Mánudagur:Nota kortið ekki
Þriðjudagur: Hringi í bankann og þeir segja mér að ég sé 45 kr yfir. Gott og blessað getur verið að gömul færsla hafi verið að koma inn.. Ég er í tímaþröng og ætla að borga 45 kr daginn eftir.
Miðvikudagur:Ég hringi aftur í bankann og þá er ég alltí einu komin 1615 kr yfir,þeir tilkynna mér að þetta sé svokölluð fitfærsla s.s. gömul færsla ásamt vöxtum,gjöldum og tralla la. Ég ákveð að redda mér pening og borga þetta daginn eftir.
Fimmtudagur:Ég mæti í bankann með aurinn þá er tilkynnt að ég þurfi að borga 3211 kr s.s. önnur fitfærsla með vöxtum gjöldum og öllu tilheyrandi. Ég borga það því ekki vil ég borga dagvexti.
Svo allt í einu urðu 45kr að 3211kr skuld á 3 dögum.
Þetta fær mann til að hugsa hvort að það borgi sig að vera að nota öll þessi rafrænu kort,og hvers vegna færslurnar komi ekki inn samdægurs og maður verslar. Bankarnir eru að græða geðveikt á þessu,hvers vegna eru ekki reglur til verslunarmanna að senda allt inn samdægurs.. Mér líður allavega eins og ég sé að sturta aurunum í klóið.Ég hef allavega ákveðið að taka út alla mína aura og geyma í krukku næstu mánaðarmót…
p.s. hvaða rosagjöld eru þetta sem bankarnir eru að taka og geðveiku vextir?
kveðja Simone