Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt,
hann fordæmir allan skóginn.
Einvernveginn svona hljómaði vísa sem ég rak augun í þegar ég var í fyrsta bekk í framhaldsskóla. Alla tíð síðan hefur það setið dáldið í mér.
Oft á tíðum reikar hugur minn ósjálfrátt út fyrir landsteinana og yfir í ískaldan raunveruleikann þar sem bræður okkar og systur þurfa að berjast fyrir tilvistarrétti sínum. Á svona stundum skammast ég mín fyrir að taka fullan þátt í lífsgæðakapphlaupinu, sem er að miklu leiti drifið áfram af efnishyggju og fáfræði. Það gerir mig líka pirraðan og reiðan, þar sem ég trúi því heilshugar að lausnin við vandámálum heimsins sé rétt handan við sjóndeildarhringinn. Hvernig getur það verið að á þessum hluta jarðarinnar sé verið að skjóta upp geimskutlum til annarra pláneta og stærsta vandamál fólks sé að það borðar of mikið og hreyfir sig of lítið, á meðan fólk hinum megin á hnettinum veit ekki einusinni af öðrum plánetum og sér ekki fram á að börn þeirra lifi út vikuna sökum næringarskorts? Hvernig má það vera að ákveðin þjóð getur, með stuðningi voldugra þjóða, tekið með valdi “fyrirheitna landið sitt” úr höndum friðsællar þjóðar í Palestínu með þeim rökum einum að kveðið er á um þennan rétt þeirra í biblíunni. Trúarrit sem mikill meirihluti mannkyns viðurkennir ekki! Í dag, einhverjum hundrað árum síðar, hefur “fyrirheitna land” gyðinga þrefaldast að stærð og daglega heyrir maður fréttir um blóðug átök hagsmunahópa Palestínumanna við kjarnorkuveldi Ísraela.
Gyðingar hafa afskaplega mikla og ríka þjóðerniskennd og trúa því, samkvæmt gamla testamentinu, að þeir séu hin guðs útvalda þjóð. Gyðingar líta nefnilega á sig sem þjóð hvar svo sem þeir eru staddir í heiminum. Ein ástæða fyrir velgengni gyðinga, fyrir utan óbilandi dugnað auðvitað, er sú að gyðingar fara sjaldan út fyrir sína þjóð þegar kemur að því að stunda viðskipti. Þeir skipta helst við aðra gyðinga. Þess vegna hafa margir gyðingar komið sér vel fyrir í valdastöðum og áberandi mikið í Bandaríkjunum. Meirihluti bandaríska þingsins eru gyðingar og hafa gyðingar yfir að ráða um 90% af skemmtanaiðnaðinum í landinu.
Ég tel að þessi mikla þjóðernishyggja sé af hinum slæma og í raun ein af rótum vandans fyrir botni miðjarðarhafs og víðar. Um leið og við afmörkum okkur svona mikið frá öðrum einstaklingum af öðrum þjóðernum sköpum við um leið ákveðna spennu, sem getur leitt af sér fordóma og illindi. Það er til dæmis fátt sem fer meira í taugarnar á mér þessa dagana en hroki og yfirgangur bandarískra stjórnvalda. En ég er ekki einn um þennan pirring og pirringurinn er að breytast í reiði og hatur hjá fólki sem verður mest fyrir barðinu á þessum yfirgangi Bandaríkjamanna og annarra vesturlanda. Arabar.
Arabar hafa einnig mikla þjóðerniskennd. Þeir er stolt þjóð og vesturlönd geta þakkað þeim fyrir að varðveita mörg af okkar þekktustu menningarverðmætum þegar á leið á hinir myrku miðaldir í Evrópu. Hinsvegar hafa þeir ekki alltaf fengið sanngjarna meðhöndlun frá öðrum þjóðum, í sögulegu samhengi, og nú er svo komið að flestir arabar hafa fengið nóg af afskiptum/afskiptaleysi herskáu haukanna í vestri. Róttækir valdamenn í mið-austurlöndum hafa oft á tíðum haldið uppi and-bandarískum áróðri sem Bandaríkin hafa svo aftur svarað með viðskiptabönnum og stuðningi við óvinaþjóðir þeirra. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að styðja hernaðaraðgerðir gegn þessum hópum til að tryggja sína hagsmuni. Til að svara þessum aðgerðum hafa svo sprottið upp öflugir hópar af harðlínumönnum sem er reiðubúnir til þess að svipta sig eigin lífi til að berjast gegn þeim.
Í dag eru þessir gerólíku heimar, vesturlönd og arabar, á milli steins og sleggju. Ekkert þokast í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna. Aukinheldur virðist baráttan geng hryðjuverkamönnum vera sundurlaus og ómarkviss. Það verður ekki hægt að pranga uppá Araba bandarískum ofurfyrirtækjum, eða leggja 300.000 km framlengingarsnúru frá Washington til Ramallah til þess að fá Íraka og Afghanistan til að kaupa bandaríska orku. Deal with it..
Skref í rétta átt væri að mínu mati að leggja niður þjóðkirkjur og aðra ríkisstyrkta trúarstarfsemi um allan heim. Frekar að efla trú á manninn sjálfan! Hvernig heimurinn verður ef fram fer sem horfir og hvernig hann getur orðið ef allir stoppa í smá stund og hugsa! Hvernig væri að reyna efla fræðslu í vísindum og líffræði frekar en að niðurgreiða ferðir trúboða hingað og þangað sem engu skila nema fleiri spurningum hjá fáfróðu og guðhræddu fólki? Hvernig væri að átta sig á eigin takmörkunum og draga úr þjóðernisráróðri sem fyllir fólk af ranghugmyndum um eigið ágæti umfram aðra?
Ég tel mig vera vel upplýstan og heimspekilega þenkjandi einstakling. Hinsvegar stend ég oft sjálfan mig að því að kvarta undan smávægilegustu hlutum, eins og að eiga ekki pening til að fara út að skemmta mér eða vandræðum í tilhugalífinu. Þá kannast ég líka oft við mig í hlutverki Íslendingana í Thule-auglýsingunum, þar sem grín er gert af bilaðri þjóðerniskennd okkar Íslendinga. Ég hef oft staðið sjálfan mig að því að gera hosur mínar grænar fyrir einhverjum erlendis bara fyrir það eitt að vera Íslendingur og básúna um víkingaarflegð mína um allar trissur þar ytra. En það er á svona stundum sem ég átta mig á hræsninni í að praktísera ekki það sem maður predikar og hvað þetta verður erfitt skref að taka.
Samt sem áður trúi ég því heilshugar að þessar hugmyndir séu réttar og vel raunhæfar fyrir okkur og komandi kynslóðir að framkvæma. Ég og John heitinn Lennon vorum greinilega með þetta allt á hreinu og því þykir mér við hæfi að enda þennan pistil á orðum meistarans;
I hope some day you will join us,
And the world will live as one…
Lifið heil