Nú er barnaklám ólöglegt og að áliti langflestra siðlaust og ógeðfellt (sem betur fer!). Börn eru ekki kynverur og þegar barnaklám er gert eru börnin fórnarlömb misnotkunar og ofbeldis, sem allir vilja stöðva.
Nú er tæknin hins vegar á þá leið að hægt er að búa til alls konar myndir í tölvum, og meðal annars hægt að tölvugera barnaklám, þar sem ekki er um nein fórnarlömb að ræða við gerð myndanna, og því vafamál hvort hægt sé að refsa fólki sem býr svoleiðis myndir. Eftirfarandi frétt fann ég á vef Femínistafélags Íslands:
“”Court strikes down child porn ban. Yahoo! AP, Apr 16, 2002
The Supreme Court struck down a congressional ban on virtual child pornography, thus protecting pornography or other sexual images that APPEAR to depict real children engaged in sex. The 6-3 ruling is a victory for pornographers and moviemakers. … Simulated child sex is done through computer-generated images that are virtually indistinguishable from real children engaged in sexually explicit conduct. …The Clinton and Bush administrations defended the law in court, claiming it “helps to stamp out the market for child pornography involving real children.”“
Og ég spyr alla hvort sem þeir eru femínistar eða ekki; á að banna þetta eða væri slíkt aðför að málfrelsi?
Finnst ykkur ekki leyfilegt að ”troða því siðferði upp á aðra" að gefa skilaboð þetta sé ósiðlegt og rangt með því að banna þetta?