Netverjar
Töluverðum tíma hef ég varið undanfarna daga til að fjalla um höfundarétt, gæslu hans og óánægju netverja og fleiri vegna laga um gjaldtöku vegna stafrænnar upptöku og reglugerðar í samræmi við lögin. Ég ætla ekki að rita um þetta mál hér á vefsíðu mína en vísa á grein, sem ég birti í Morgunblaðinu 9. mars auk þess sem ég svaraði spurningum um efnið á visir.is og hef tekið þátt í umræðum á vefsíðu netverja.
Tölvuviðræðurnar á netverjasíðunni hafa gefið mér tækifæri til að koma á framfæri skoðunum mínum og svara spurningum frá andmælendum gjaldsins. Er greinilegt, að hin ólíku viðhorf er erfitt að sætta, en ég held, að öll meginsjónarmið séu komin fram í málinu fyrir þá, sem vilja kynna sér þau.
- Moose ltd. -