Góðan daginn.

Í þessari grein ætla ég að fjalla um einstakling(a) sem skrifa(r) umfjallanir um sjónvarpsþætti í Morgunblaðið. Ég vil taka fram að ég birti ekki nöfn, símanúmer, kennitölur né aðrar persónupplýsingar. Ég vil einnig biðja þá sem ætla ekki að svara málefnalega að sleppa því að svara. Leiðinleg svör hjálpa ekki neinum nema kannski þeim sem hafa gaman að því að upphefja sig á kostnað annarra.

-

Ég var ansi pirraður þriðjudaginn 17 þessa mánaðar þegar ég sat kl. 07:46 og las Morgunblaðið - líkt og ég geri á hverjum morgni. Ég renndi yfir blaðið, las það sem mér fannst spennandi og endaði - eins og oftast - á síðustu blaðsíðum blaðsins. Ég, líkt og flestir félagar mínir, horfi alltaf á Judging Amy og þennan umrædda dag ákvað ég að gera það sem ég geri alltaf - lesa um þátt kvöldins. Áður hafði það aldrei verið vandamál - blaðið gaf mér smá hugmynd um hvað myndi gerast í þættinum og ég var alltaf frekar sáttur við það. En í þetta skiptið var annar hængur á. Ég ætla að birta umfjöllunina sem stóð í blaðinu þann 17/2 og vil ég benda á að þetta er tekið úr MORGUNBLAÐINU™.

“Judging Amy

Bandarískir þættir um lögmanninn Amy sem gerist dómari í heimabæ sínum. Lauren fær að fylgja Maxine í vinnuna og áttar sig á að því hvað hún er heppin. Rebecca meiðist illa er hún fær flot og dettur illa. Kyle heldur áfram að drekka. Stu fullvissar Amy um að hún sé mikilvægur hluti lífs síns þó henni og móður hans hafi ekki komið vel saman. Bruce reynir að fá dreng lausan af skilorði. Kyle grátbiður Lily um að ráða heather á ný en Heather neitar að koma aftur.”

Þið sem sáuð þáttinn í síðustu viku sjáið að þetta er 100% spoiler og hefði maðurinn alveg eins getað skilið eftir sig myndir úr umræddum þætti. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur, því maður býst ekki við að fá kjaftshögg þegar maður les Morgunblaðið og umfjöllun þess um þennan þátt.

Ég varð vissulega reiður og talaði við nokkra bekkjarfélaga mína um þetta sama dag, og nokkrir höfðu lesið þetta. Ég var staðráðinn í að hringja upp í Morgunblað og kvarta. Dönskukennarinn minn var sammála mér og sagðist hafa kvartað oft í þeim vegna svona rugls - en þeir hafi aldrei svarað netpósti hans né þakkað honum fyrir símleiðis þegar hann hringdi.

Síðan í morgun var ég að lesa þriðjudagsblaðið og leit á öftustu síðu. Ég hugsaðu “Nei, ég læt ekki taka mig oft ósmurt í rassgatið” og sleppti því að lesa. En núna eftir að þátturinn kláraðist fór ég og las umfjöllunina - og viti menn! Hún sagði ALLT! Hérna kemur umfjöllunin fyrir daginn í dag, 24/2

“Judging Amy

Bandarískir þættir um lögmanninn Amy sem gerist dómari í heimabæ sínum. Amy á erfitt með að segja Lauren að hún sé í ástarsambandi við Stu. Peter hefur áhyggjur af Gillian sem er viss um að hún beri stúlkubarn undir belti. Amy verður að skera úr um hvort sextán ára unglingur megi gifta sig. Bruce reitir skilorðsfulltrúa til reiði.”

Eins og ég sagði rétt áðan, þá segir þessi umfjöllum allt.

-

Ég ætla mér að senda þessa grein til ritstjóra Morgunblaðsins - þó ég búist ekki við að fá svar - þá vona ég nú samt að tekið verði mark á þessu. Endilega svarið, ef þið hafið líka tekið eftir þessu, það hjálpar. Takið eftir : Ég er ekki að reyna að fá fólk til að hætta að lesa MBL eða sniðganga það blað, ég er einungis að opna augu ykkar.

*Ástæðan fyrir því að ég set þessa grein hingað inná Deigluna er sú, að áhugamálið Sjónvarpsefni er ekki með stjórnanda þessa stundina og eru bara svokallaðir yfirstjórnendur sem geta samþykkt efni inná það áhugamál - þannig það eru líkur á að greinin komi inn mjög seint og fær því litla athygli - og athygli er einmitt það sem þessi grein þarf*

Kveðja,
Hrannar Már.