Var að horfa á kallinn í Kastljósi í gær..

Persónulega fannst mér Ástþór færa rök fyrir máli sínu og hélt stillingu þrátt fyrir ósanngjarnar og blátt áfram heimskulegar spurningar/ásakanir spyrils. Ég kann ekki að meta þennan stíl Kastljósskvendisins, fréttaskýringaþættir eiga að vera málefnalegir en hún dró þetta niður á fremur lágt plan og það er ekki í fyrsta skiptið.

Mér finnst barátta Ástþórs aðdáunarverð, sumum finnst hann fáránlegur en það finnst mér ekki. Það sem mér finnst fáránlegt er að styðja stríðsrekstur USA í Írak svo eitthvað sé nefnt..

Ég held einnig að Ástþór sé nógu klókur karl til að láta áætlanir sínar rætast, t.d. varðandi það að gera Ísland að miðstöð friðar í heiminum og mér finnst vægast sagt tæp pæling hjá áðurnefndu kvendi að leyða líkur að því að þá fyrst yrði Ísland skotmark hryðjuverkahópa… Aðstæður í Írak eru ekki sambærilegar!

Það gleður mig að rödd friðar fái að heyrast á öldum ljósvakans.


Hverjir sáu og hvað fannst ykkur?