Ég sá og er sammála þér að sumu leyti.
Td, fannst mér þessi maður koma ágætlega fram og koma með þokkaleg rök fyrir máli sínu.
Hins vegar, er þessi maður vel þekktur í þjóðfélaginu (sérstaklega á árum áður) fyrir vafasama hluti. Hann var töluvert í eiturlyfjum þegar hann var yngri og er sennilega enn miðað við augun í honum (og ekki reyna að draga fram einhverja hallærislega skjaldkirtils sjúkdóms útskýringu) og hann var töluvert í allskonar vafasömu braski.
Þetta hef ég ekki bara sem sögusagnir heldur staðreyndir frá fólki sem þekkti hann.
Ég hef svo sem ekkert á móti þessum manni, hann er skemtileg fígúra sem gerir grín af hinum ýmsum embættum með því að mæta td í jólasveinabúning fyrir rétti og þess háttar. Td hefur hann gagnrýnt Forsetaembættið töluvert og segist ætla að breyta því, er það eitthvað sem við viljum??
Ég persónulega vil þennan mann ekkert í þetta embætti, hann má vera þarna hjá friði 2000 og gera það sem hann gerir, svo lengi sem hann er ekki að senda falskar sprengjuhótanir og þessháttar sem truflar eðlilega vinnu venjulegs fólks.
Þessi blessaði maður er bara búinn að sanna sig sem bjáni, kjáni, stráklingur, braskari, furðufugl og ýmislegt fleira í þeim dúr. Hann hefur ekkert jákvætt gert undafarið (ok, hann fór með pakka til einhvers múslima land sem heldur ekki einu sinni jól….) þannig að mér finnst hann eigi bara að fá sér sígó og slappa af.
Hvað helduru að það myndi kosta okkur að vera með þennan mann í embætti?? Hann yrði stanslaust á ferðalagi við að presentera sig sem einhverja hetju sem ætlar að bjarga heiminum, en á meðan myndu alvöru stjórnmálamenn bara hlægja að honum. Þar með væri búið að gera Ísland að aðhlátursefni útum allan heim.
Við studdum svo ekki stríðsrekstur í Írak heldur uppbyggingu, hvenar ætlar fólk að hætta að snúa útúr þessu eiginlega.
Svo er annað, til hvers að vera gera Ísland að einhverju friðarmiðstöð fyrir allan heiminn??
Ég vil ekkert að þetta land verði einhver miðstöð fyrir einhvern frið sem á aldrei eftir að nást, spillingar og misræmi í heiminum eru það miklar að það er ekkert hægt að gera í þessum málum nema bara sætta sig við þetta eða rembast eins og rjúpa við staur við að klóra í bakkann (seinni kosturinn er betri að sjálfsögðu). Það eina sem við getum gert er að halda áfram að aðstoða þá sem minna meiga sín. Sem við gerum alveg töluvert af og við ættum að vera stolt af okkur fyrir það.
Miklu heldur myndi ég vilja að við yrðum bara hlutlaust ríki, eins og við eigum að vera.
Tökum Sviss sem dæmi, þeir blanda sér aldrei á einn eða annan hátt inní nein mál nema hugsanlega leyfa pólitísk hæli. Það myndi ég miklu heldur vilja heldur en einhverja friðarmiðstöð.
En það er nú bara ég, og ég verð nú seint talinn til eðlilegs fólks.
Enda lítill, feitur og bólugrafinn og hlusta á Slaye