Mér hefur fundist mikið bera á jafnréttismálum þessa dagana hérna á huga.
En þetta er e-ð sem er hægt að þræta um endalaust!
Ég á þrjá bekkjarbræður og einn þeirra er heldur mikil karlremba sem telur það að konur eigi heima fyrir framan eldavélina, er það ekki frekar gömul hugsun?
En ég svara ekki á móti að það sé strákurinn/maðurinn sem eigi heima fyrir framan eldavélina, því annars vil ég ekki jafnrétti heldur að við stelpurnar séum meiri og stærri og mér finst þetta svo asnalegt, þarna úti eru e-r konur að biðja um jafnrétti, en í raun og veru eru þær ekki að gera það því þær vilja að konur verði stærri og meiri í þjóðfélaginu. Þetta byrjaði smátt en þetta verður alltaf stærra og stærra og ef þessar konur ættu að fá að ráða þá væru karlar aumingjar.
Svo er bróðir minn svona líka, finst að konur eigi ekki að gera neitt annað en að elda og þrífa og þegar hann er spurður afhverju það sé, afhverju honum finnst konur heimskar. Þá kemur hann:

“Hvort eru fleiri konur flugstjórar eða karlar?
Hvort eru fleiri konur á alþingi eða karlar?
Hvort fær meira borgað konur eða karlar?
Hvort eru fleiri karlar forsetar eða konur?”

Og hann kemur með þessa asnalegu alhæfingu að konur séu heimskar og að þær eigi bara að vera heima að hugsa um börnin og í mesta lagi þrífa bílinn fyrir þá “strákana”.
En það er ekki svo langt síðan að meirihluti kvenna fór að vinna úti, við annað en þessi litlu störf, það er ekki langt síðan að meirihluti kvenna var heimavið, við eldavélina að sjá um börnin er það ekki? og í raun og veru er ekki svo langt síðan við fengum kosningarrétt, 1915. og hefur þróunin verið fljót, svarar það spurningum bróður míns, svarið við þessu öllu eru karlar en afhverju er það? það er nákvæmlega því að það er svo stutt síðan að konur fóru að vinna, það er ekki afþví að við erum svo heimskar, eða e-ð en táknar það að við séum heimskar?.
Ok, bróðir minn er 13 ára og heimskur en það sem mér finnst verst það er það að það er til svona fólk í samfélaginu, bæði konur og menn, sem gera lítið annað en að niðurlægja hitt kynið.

Svo þegar e-r segir “ég lem ekki stelpur”, ég meina það er æðislegt en ef það kæmi e-r pshyco stelpa og færi að ráðast á þig myndiru ekki lemj’ana? Við segjum aldrei að við lemjum ekki stráka, afhverju?
Konur/stelpur eru með allt öðruvísi líkama, aumari ef maður á að orða það þannig, sumar konur eru sterkari en sumir karlar, en þá á að gefa tillit til þess að við erum konur, eða hvað, er það réttlátt? Það er ekki hægt að bera krafta kvenna og karla saman, við erum með of ólíkan líkama til þess, þó að flest af okkur séu með 10 fingur þá allir með 10 öðruvísi fingur. Við erum öðruvísi og því á ekki að segja að konur séu aumingjar eða að karlar séu aumingjar.

Það er eitt sem ég þoli minna en karlrembur og það eru kvenrembur sem heimta að það sé jafnt á milli kynjanna, en eru í raun að heimta að konur verði meiri og stærri, það er rétt, við konur fáum minna borgað en er það ekki alltaf að batna með árunum?

Ég veit það ekki sjálf enda bara 15 ára gelgja, en ég hef skoðanir á þessu máli og hef haft frá því að ég var pínulítil.

Ég er soldið hrædd við að senda inn mínar skoðanir hingað á því það gætu komið skítköst um það að ég eigi ekkert að vera skipta mér af þessu svona ung, eða sé ekki komin með fullmótaðar hugsanir, en þetta er allsstaðar í kringum mann! Allsstaðar! Maður sér þetta í fréttunum, sér þætti og í nágrenni mans er fólk að tala um þetta. Það er rétt þetta eru aðeins mínar skoðanir kanzke sést það e-s staðar að þetta séu alls ekki fullmótaðar hugsanir og að þarna sé bara barn við skriftir, en mér finnst ég hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Ég vil jafnrétti en ekki verða meiri eða stærri, betri kynið eða flottara!
Og það að fólk haldi í alvuru að það sé að biðja um jafnrétti þegar það vill vera meiri og stærri er heimska eða ranghugmyndir eða bara frekja!


Hverjar eru ykkar skoðanir á þessu?
__________________________________