Í dag sunnudaginn 22 febrúar ber að lýta á forsíðu morgunblaðsins grein sem er titluð ?Lítill skilningur á aðstæðum mæðra? og í þeirri grein er talað um karla á hin dæmigerða hátt sem femínistar draga upp af þeim, þá að þeir séu að ógna fyrrverandi fjölskyldumeðlimum af fyrra hjónabandi, eða bara að þeir séu ógn gagnvart konum yfir höfuð. Það skín í gegnum þessa grein fordómar og hatur á körlum.
Það sem mér finnst sláandi áberandi í þessari grein er það að þar er gengið út frá því að bara konur séu einstæðar mæður, að bara karlar séu að áreita fyrrverandi maka, ég hef áður rekið mig á svona fréttaflutning í íslenskum fjölmiðlum ? en þessi forsíðugrein gengur algerlega fram af mér. Ég skora á morgunblaðið að koma með fréttaflutning sem sýnir hlutleysi á málefninu í stað þess að taka þátt í herferð femínista og þeirri ímynd sem femínistar vilja láta draga upp af körlum sem djöflum sem níðist á konum.
Það er ekki svo að bara konur séu einar með börn, það eru líka til einstæðir feður, svo er talað um það á einsleitan hátt að bara karlar áreiti fyrrverandi maka eftir skilnað, ég hef heyrt slæmar sögur af því hvernig konur taka fyrrverandi maka fyrir eftir skilnað, þá til dæmis heyrt að þær gangi svo frá að passa það að fyrrverandi eiginmaður fái ekki að sjá börnin þeirra aftur ? og eða að þær geri tilraun til að rústa mannorði fyrrverandi eiginmanns , eins og ég man eftir að gekk á eftir að mínir foreldrar skyldu.
Líka er talað um í þessari grein að starfshættir barnaverndaryfirvalda séu óásættanlegir, og er greinlega verið að gefa í skyn að konur eigi alltaf að fá forræði yfir börnum eftir skilnað, og gengið út frá því að auðvitað séu mæður alltaf besta foreldrið. Aftur er þarna verið að ýja að fordómum í garð karla ? og dregin upp mynd af körlum sem óæskilegum fyrirbærum sem séu aðeins fyrir konum.
Í þessi sambandi þá kemur upp í hugann síðan www.simnet.is/disable þar sem þetta stendur. ?Það fyrsta sem við viljum tala um er ofbeldisvarnarhópurinn svokallaður. Þessi hópur líkist glæpasamtökum á þann hátt að þær ætla sér að framkvæma án dóms og laga. Talar hún um að ef einhver kvenmaður segist sæta einhvers konar ofbeldi þá muni ofbeldisvarnarhópurinn stíga í verkið án sannana og algjörlega í ósamræmi við lög ?
Eftir því sem ég fæ best séð af að lesa forsíðugrein Morgunblaðsins í dag þá er verið að vinna í að koma þessum ofbeldisvarnarhópi á laggirnar.