
Hvað er það sem er mest notað á Internetinu? Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú sest niður í vinnunni? (Þið sem vinnið við tölvur. þ.e.) Jú, þú lest tölvupóstinn þinn. Póstur frá yfirmanni þínum, kærusutu/kærasta, mömmu, vinnufélögum, Badda frænda í Ástralíu. Tölvupósturinn er líklega það sem heldur netinu gangandi. Ekki .is/com fyrirtæki, ekki auglýsingar, ekki Flash eða “streaming” efni, heldur gamli , leiðinlegi, ASCII tölvupósturinn. Tölvupóstur eru hin endanlegu “Peer to peer” samskipti löngu áður en það komst í tísku, samskipti milli tveggja einstaklinga. Það fyrsta sem þú færð þegar þú tengist netinu er tölvupóstfang, jonr@ismennt.is, fyrr ertu ekki til, þú ert ekkert áður. Stundum held ég að “gamla liðið” sé ekki alveg að átta sig á þessu. Fólk vill tala við annað fólk (DÖH). Hvers vegna haldiði að WAP hafi klikkað? Vegna þess að fólk nennir ekki að nota farsímana sína til að kaupa sér drasl eða millifæra milli bankareikninga, það vill tala við annað fólk! Nóg um þetta í bili…
J.