Svo mikið sem ég veit eru til þrír stórir fjölmiðlar hér á landi
-Morgunblaðið
-Dagblaðið Vísir
-Fréttablaðið

Morgunblaðið: Eini af þessum þremur fjölmiðlum sem ég nenni að lesa. Eru frekar óháðir í fréttaflutningi og koma oftast álit allra fram.

DV: Mesti skelfingur sem ég hef á augum litið. Þetta er meira æsifréttablað frekar en fjölmiðill. Fréttamenn hafa fullkomlega frjálsar hendur til að skrifa hvað sem þeir vilja, sama hve fjarlægt raunveruleikanum þau eru. Heimsmálin eru oft sett algjörlega úr samhengi og koma algjörar bullsögur fram:
T.d. í fyrra (á Íraks tímanum) las ég grein í DV þar sem fréttamaðurinn hélt því fram að Bandaríkjamenn væru viltir kúrekar og hefðu verið að leika sér að skjóta niður breska þotu, Íraska borgara og sína eigin menn(“Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að þeir hefðu talið hana vera flugskeyti, eins og það sé ekki hægt að þekkja muninn á flugskeyti og flugvél”(hvað í fjandanum veist þú um það)).

Fréttablaðið:Annað hvort Baugur eða Norðurljós eiga það og ég veit ekki með ykkur en ég vill ekki vera að lesa fréttaflutning í eigu risastofnunar, feitum hvítum köllum með kokktela.
Auk þess er mjög óþægilegt að lesa það, utanríkisfréttir eru dreifðar út um allt blaðið(líklegast svo að maður þurfi að kíkja á sem flestar auglýsingar). Fréttinar eru fáranlega stuttar og óupplýsandi, hef á tilfinninguni að það eigi bara að sína þessar blessuðu auglýsingar eigendanna.


Sem sagt Mogginn er eini almennilegi fjölmiðillinn en hér er annað vandamál: Sjálfsstæðisflokkurinn á hann!
Hvernig veit ég hvort sannleikinn sé tekinn úr samhengji þegar þetta er eini ábyrgi fjölmiðillinn. Best væri að hafa meiri fjölmiðla en Moggan svo maður geti séð allar hliðar á málinu, alla vega finnst mér það, en ykkur?

kv.
Soldie