Feminismi er án efa ein heitasta umræðan í dag. Hvers konar fólk eru feminismar? Jú, það er fólk sem vill jafnrétti milli kynjanna í einu og öllu. Konur hafa verið kúgaðar af körlum allt frá örófi alda. Konur hafa alltaf verið í minnihluta, ég nefni eitt dæmi. Á Alþingi er mikill meirihluti karlar. Karlar ráða öllu. Ein og ein kona fær að setja orð í belg en hvað er ein ræða gegn tíu ræðum? Minnihluti. Ekkert.
Í heiminum í dag er stríð. Afhverju? Því það er karlaveldi. Karlar ráða öllu. Karlar ráða þér og mér. Hvað við megum gera og hvað við megum ekki gera. Við erum á valdi karlanna. Hvaða gagn hefur það gert? Hugsið ykkur heiminn með jafnrétti. Sjáiði heiminn? Ég sé réttlæti, frið og ást. Í dag ræður hatrið ríkjum. Hatur á öðrum þjóðum, öðru fólki og öðrum skoðunum. Réttur kvenna er algjörlega niðurlægður alls staðar í heiminum og enginn gerir neitt. Auðvitað höfum við heyrt um einstaka konur sem hafa skarað framúr, en þær eru ekkert miðað við alla karlana sem hafa fengið að ráða. Meirihluti. Þeir eru sterkari og því ráða þeir. Eru þeir gáfaðari? Nei. Allir vita að konur skara framúr í námi og starfi. En þær eru litlar í sér því hitt kynið ræður öllu. Þær geta ekki staðið gegn þessum karlmönnum útaf öllu ofbeldinu sem þeir skapa. Nefnið eina konu sem hefur skapað stríð í heiminum. Einmitt. Mér dettur ekki í hug nein. En þegar ég er spurð hvaða menn hafa skapað stríð og óréttlæti þá gæti ég talið þá upp endalaust. Hitler, Osama Bin Laden, George W. Bush, Davíð Oddson? Sumir halda því fram að Davíð hafi gott hjarta og vilji Íslandi ekkert mein. Hann er haldinn alls konar ranghugmyndum frá enn stærri stjórnundum eins og Bush. Bush vildi hefnd. Osama vildi hefnd. Vill Davíð hefnd? Er Davíð á bandi Bandaríkjanna? Ekki get ég neitað því.
En aftur að feminisma. Hverjir eru á móti feminisma? Menn sem vita ekki hvað feminismar eru. Þeir halda bara að það séu einhverjar rauðsokkur sem hata karla. Það er bara ekki þannig. Er Ingibjörg Sólrún ekki hamingjusamlega gift? Við elskum karla, að vissu leiti. En það er bara svo margt sem við þurfum að gera til að gera þennan heim góðan. Friðsælan. Hverjir ætla að hjálpa okkur. Við verðum að fá karlana á okkar band og segja þeim og koma þeim í skilning að þetta er rétt. Jafnrétti á að vera í heiminum. Svo allir verði ánægðir. Svartir og hvítir, konur og karlar, fólk með gleraugu og ekki með gleraugu, fatlaðir og heilbrigðir.
Feminismar! Sannið fyrir þeim að við höfum rétt fyrir okkur!