Ég rakst á þessa grein á CNN.com áðan.
http://www.cnn.com/2004/SHOWBIZ/TV/02/05/super bowl.jackson/index.html
(Hugi á það til að setja bil inn í URL.)
Þarna er verið að fjalla um hið fræga atriði Janetar Jacksonar sem beraði brjóst sitt fyrir framan 89 milljón áhorfendur, ásamt Justin Timberlake, þó að hann segist að vísu ekki hafa vitað af því að allt brjóstið ætti að flakka. Lítil stjarna þakti geirvörtu söngkonunnar.
Janet hefur fengið mikla gagnrýni fyrir þetta athæfi sitt og skóli sem ætlaði að leyfa MTV að gera raunveruleikaþátt, hefur slitið samningnum í kjölfar þessa líka skelfilega atburðar.
Og mig langar til þess að spyrja: ER EKKI ALLT Í LAGI?!?
Við erum að tala um kvenmannsbrjóst! Það er ekki eins og konan hafi tottað Justin Timberlake á sviðinu, við erum að tala um að það sást í brjóstið á henni!
Maður heyrir af og til móðursýkisvæl yfir því hvað sjónvarp er farið að snúast mikið um kynferði og nekt. Þetta kalla móðursjúklingar “klámvæðingu” samfélagsins, og er þá verið að tala um það að þetta sé allt að verða sjúkara og sjúkara, að hvergi sé friður fyrir einhverju helvítis klámi.
Fyndið að þetta er sama fólkið og kemst hreinlega í uppnám, við að sjá kvenmannsbrjóst. Börnin mega alls ekki sjá kvenmannsbrjóst, það þykir sumum hreinlega hættulegt.
Og svo þykist þetta fólk hafa snefils vit á því hvað sé sjúkt og hvað ekki. Ég skal segja ykkur hvað er sjúkt.
Dýrategund, sem er svo veik, að það þarf ekki nema eitt orð sem allir kunna og mjög margir nota (“fuck”), til þess að heimurinn hreinlega hrynji. Dýrategund, sem getur ekki séð hálfnakinn hluta af konu án þess að heimurinn hrynji. Það finnst mér sjúkt. Þetta viðhorf, að kynferði, undirstaða afkomu okkar, sé svona hræðilegt… öll þessi feimni, tepruháttur og hreinlega aumingjaskapur, er óþolandi. Hann er sjúkur. Hann er vandamál.
Íslendingar eru á góðri leið með að verða svona líka, ef hinir svokölluðu femínistar fá að ráða, eða allavega þeir femínistar sem eru hvað mest áberandi í þjóðfélaginu. Svokallað fullorðið fólk á Íslandi er markvisst að berjast fyrir því, að bælingin og meðvitundarleysi almennings gagnvart nekt og kynferði, verði eins og hún hefur verið í mörghundruð ár út um hið gervalla vestræna samfélag, sem fólk dirfist síðan að kalla siðmenntað.
Þetta er sama fólkið og gagnrýndi hvað harkalegast Freyju Draums auglýsinguna, “Góður draumur, maður!”. Ég hef séð þessa auglýsingu mörgum sinnum, og hún skartar mjög fallegu kvenfólki og Jónsa Í Svörtum Fötum að dreyma það eina sem karlmenn almennt dreymir um.
Og það er niðurlægjandi.
Er það málið? Að ef kona er nakin, þá sé búið að niðurlægja hana? Og ekki bara hana, heldur hreinlega ALLAR konur?! Ég spyr aftur, er ekkert allt í lagi?!
Mér finnst ekki. Mér finnst þetta viðhorf sjúkt.