Hinn nýji siður.

Það er ekki allt með felldu í menningarlífinu í dag. Menning er orðin að
þjóni verslunarmanna og stjórnmálamanna. Þannig er hún gerð að neysluvöru
sem hefur fyrst og fremst þann tilgang að skila hagnaði. Sérfræðingar eru
ráðnir til þess að beita sköpunargáfunni og gera list að neysluvöru. Ég
held það megi segja að þessi tjáningarform auðvaldsins sé löngu búin að
taka yfir menningarlífið. Hér er sérstaklega átt við kvikmyndaiðnaðinn og
dægurlagaútvarp. Fullorðið, þroskað fólk horfir með viðbjóði á afskræmingu
mannlegra gilda, hégómans og yfirborðsleikans sem svo erfitt er að fá frið
fyrir. Hvar er reisnin, sjálfsvirðingin og samkenndin með fórnarlömbum
þessa mannskemmandi siðar?

Ykkur er boðinn nýr siður. Núna er tíminn fyrir mannbætandi menningu.
Menning er til þess að fólk nái saman og þroskist. Sköpun einungis
sköpunarinnar vegna er sóun á hugarorku og tímasóun fyrir þann sem kynnir
sér hana, en sköpun í höndum sérhagsmuna viðskiptamanna, sem í dag ber
allt annað ofurliði, er skömm og viðbjóður. Það dugir ekki annað en að
heyja stríð. Stríð til þess að ná hinum nýja sið í gegn. Sjálfsprottin,
fögur og andleg list. Slagorðið er ,,list til þjónustu og blessunar”. Það
er mér heiður að miðla því til þessarar áþjáðu þjóðar, að samtök
rithöfunda og listamanna um siðaskipti líta með tilhlökkun til þess að fá
að starfa hér.

Friður sé með yður,

Bakkabróðir
fh. (SRLS)