Dauðarefsingar eru ósanngjarnar og erfiðar í notkun.
Í fyrsta lagi er hætta á að menn séu dæmdir til dauða þrátt fyrir að þeir séu saklausir, einfaldlega vegna þess að ekki tekst að sanna sakleysi þeirra. Einhverjir lögfræðingar hafa fundið fyrir þá ástæðu og tækifæri til morðs, og þá þarf ekki að spyrja meira að því.
Allir geta verið sammála um að morð geti verið framin á fjóra eða jafnvel fimm vegu.
Morð 1: Skipulagt, úthugsað og “vel gert”, morðinginn vissi hvað hann var að gera, gerði sér grein fyrir afleiðingunum og vann útfrá því, t.d. með því að eyða öllum sönnunargögnum.
Morð 2: Morðið var framið í stundarbrjálæði, morðinginn gerði sér ekki grein fyrir afleiðingunum fyrr en eftirá, og gerði þá jafnvel örvæntingarfullar tilraunir til að eyða sönnunargögnum og komast undan.
Morð 3: Morðinginn vissi ekki hvað hann var að gera, vegna geðveiki eða annars slíks, og hefur sjaldnast vit á að eyða sönnunargögnum eða koma sjálfum sér undan.
Morð 4: Morðið var framið án þess að morðinginn ætlaði sér það til að byrja með, en aðstæður gerðu það að verkum að hann neyddist til þess, t.d. vegna glæps sem hann hafði framið og fórnarlambið vissi um.
Morð 5: Morðinginn gerði sér grein fyrir gerðum sínum, en morðið var framið af trygglyndi eða greiðasemi við fórnarlambið, t.d. vegna veikinda fórnarlambsins.
Með því að leyfa ekki dauðarefsingar er auðveldara að vera sanngjarn og lengja fangelsisvist eftir alvarleika brotsins. Það verður að meta hversu hættulegur morðinginn er umhverfi sínu, það eru til morðingjar sem dytti ekki í hug að myrða aftur, en það eru líka til morðingjar sem þurfa mikla aðstoð ef það á að hleypa þeim aftur út í samfélagið. Er sanngjarnt að allir morðingjar fái sama dóminn, sama hvernig morðið var framið og við hvaða aðstæður? Ég held að flestir geti verið sammála um að svo sé ekki. En hvaða morðingjar eiga þá að fá dauðarefsingu og hverjir ekki? Er dauðarefsing það versta sem fyrir glæpamanninn gæti komið?
Nei, því með því að drepa einhvern er í raun verið að binda enda á allt hans líf, ekki bara það sem viðkomandi fannst gott við lífið, líka ábyrgðina, áhyggjurnar og allt það slæma. Fyrir verstu glæpamennina er jafnvel of gott að deyja, og fyrir þessa sem lentu í vondum aðstæðum er ósanngjarnt að gefa þeim ekki annað tækifæri, og þá sjáum við að dauðarefsingar eru ekki nauðsynlegar, og sýna aðeins verstu hliðar samfélagsins. Samfélagið þarf að læra að treysta og fyrirgefa, því ef borið er traust til fólks er líklegra að það standi sig.