Eins og þið sáuð þá setti ég spurningamerki fyrir aftan slagorð hamborgararisans McDonald's. Því mér er spurn. Einfalt svar við þessari spurningu af minni hálfu er NEI og þvert nei.
Áður en ég hef að gagnrýna McDonald's á Íslandi þá vil ég byrja að rekja sögu fyrirtækisins.
Maður að nafni Ray Kroc var að keyra um í Californiu árið 1954 þegar hann kemur á hamborgara stað í eigu Dick og Maurice McDonalds. Þeir McDonald bræður seldu ódýrara hamborgara, kaffi, franskar og mjólkurhristinga. Fjölskyldur Ameríku sóttu mikið í ódýran skyndibita og innan skamms voru komin mörg útíbú í Californiu. Þeir McDonald bræður voru samt ekki hugsjónarmenn. Þeir lifðu einföldu lífi og höfðu það gott. Ray Kroc aftur á móti var frumkvöðull.
Ray stofnaði hamborgara staði í Chicago og fór að selja sérleyfi. Árið 1956 voru 12 útibú. Árið 1960 voru þau orðin 228 og árið 2000 voru þau orðin 25,000 í 120 löndum. Árið 1961 keypti Ray McDonald brðurna út sem voru latir og með engan metnað. Þeir þáðu peningin sem var 2,7 milljón bandaríkjadollara.
Nú erum við búin að skyggnast í kjölinn og þá getum við skoðað rætur vandans. Fyrir ekki svo löngu lækkaði McDonalds listaverð og hóf að koma með hin ýmsu tilboð. En Adam var ekki lengi í paradís og er nú búið að hækka aftur svo um munar. Það er þó ekki það sem verst er því nú rukka þeir 10kr fyrir lítið tómatssósubréf.
Ég spurði verslunarstjórann í Kringlunni afhverju þeir leggja á tómatssósubréfin og fékk ég hortugt svar að ég væri að klína tómatssósu í borðin. Var ég greinilega sökóttur um glæp sem Logaritmi framdi aldrei og rukkaður fyrir það. Þótti mér þetta nóg og afneitaði matnum og sór þess eið að versla aldrei við McDonalds aftur.
Boðskapurinn í greininni
McDonalds sökkar og fólk ætti að boycotta þá