Ok ég vil bara byrja á að segja það að í þessari eftirfarandi grein mun ég koma með nokkrar mjög sterkar skoðanir og NEI ég mun ekki byðjast afsökunar á neinu sem ég segi hérna. Það er einmitt það sem ég held að sé aðalvandamálið með þjóðfélagið í dag. Það er það að fólk er löngu hætt að virða sjálft sig og allir eru byrjaðir að biðjast afsökunar á því að hafa skoðanir undir yfirskini pólítískrar réttsýni. Þetta er ástæðan fyrir því að illar, óþroskaðar, andfélagslegar manneskjur eru byrjaðar að hafa meiri áhrif í samfélaginu.
Fólk er hætt að þora að segja STOPP!! Hættið þessu andskotans kjaftæði og standið undir því sem þið segið. Þið hafið alveg fullkominn rétt á því að standa fyrir því að það sé komið vel fram við ykkur. Ef þið gerið það ekki mun enginn gera það fyrir ykkur og óvandaðir persónuleikar munu misnota ykkur. Ég er orðinn hundleiður á því að vera beðinn um að biðjast fyrirgefningar á því að segja það sem mér finnst í alvöru í það og það skiptið.
Það getur vel verið að ég muni skipta um skoðun seinna og jafnvel sjá eftir því sem ég segi seinna, en ég mun aldrei, ég segi ALDREI aftur biðjast afsökunar á tilverurétti mínum.
Ef þú ert eitthvað ósátt(ur) við mig þá getur þú sagt mér það en þú skalt alls ekki búast við því að ég biðjist afsökunar.
Ég hef sterkar skoðanir og ég er stoltur af því. Ég tel að það sé nauðsynlegt fyrir þetta land að hafa einhvern með sterkar skoðanir sem stendur á rétti landssins síns og er ekki með einhvern sleikjuhátt við aðrar þjóðir. Íslendingar eru stolt þjóð en alþingismennirnir okkar virðast vera að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að brjóta þetta stolt niður og ég hef fengið nóg.
Dagurinn þegar ákveðið var að Íslendingar studdu stríðið í Írak var dagurinn sem að allt álit sem ég hafði á íslensku stjórnarfari dó. En þá getum við líka sagt með stolti, þegar að þriðja heimsstyrjöldin hefst, að við áttum okkar þátt í því.
En nei, engar áhyggjur, ég er ekkert að segja neitt um að WWIII sé að ganga í garð þó að ég telji að það sé alls ekki svo fjarlægur möguleiki. En það sem ég er hinsvegar að segja er að ég held að bandaríkjamönnum verði refsað fyrir misgjörðir þeirra, hvort sem er af örlögum, guði eða einvherju öðru afli.
Já, það er satt. Þú last rétt. Ég sagði af Guði. Ég er nefnilega trúaður og ég skammast mín ekkert fyrir það. Ef að fólk kýs að lifa ekki í trú þá virði ég þeirra val og ég sýni þeim fyllstu virðingu alveg eins og öllum öðrum. En hinsvegar, í nútíma samfélagi, virðist það vera orðið að nokkurskonar skömm að vera trúaður. Það er litið á mann sem vitleysing og maður heyrir hluti eins og “Kristni er bullshit” eða fleira í þeim dúr.
Þetta hryggir mig. Ég tel það vera nauðsynlegt að hafa trú, ef ekki á guð þá á eitthvað annað. Ég tel að trúin sé það sem heldur okkur frá því að útrýma okkur sjálfum í syndum og umhugsunarleysi.
Núna held ég að ég endi þetta með þessum orðum:
Ég er kristinn. Er það eitthvað vandamál? Engar áhyggjur, ég ætla ekki að troða minni trú ofan í neinn í kringum mig. Það gerir bara vont en ekki gott. Fólk þarf að taka sínar eigin ákvarðanir. En það þýðir líka að við verðum að taka ábyrgð á okkar eigin lífum og gjörðum. Eins lengi og við lifum í ábyrgðarleysi munum við lifa í óhamingju og heimsku og hindrum þannig alla leið til þróunar í betri átt í samfélaginu.
Takk fyrir mig og njótið lífsins.
In such a world as this does one dare to think for himself?