Það er ómögulegt að hlusta á útvarp í dag (og síðustu daga), endalausar auglýsingar frá blómabúðum og svo er verið að kjósa kynþokkafyllsta karlinn.
Kommon - allir karlar vita að þeir eru kynþokkafyllstir sjálfir, það er svo bara spurning um “exposure” hvort þu ert kosinn - hefur ekkert með kynþokka eða karlmennsku eða bóndadag að gera. Þessi keppni er allt of viðarmikil miðað við að hún gleður fáa séð og heyrt kalla en niðurlægir okkur hina!!!
Þetta á að vera OKKAR dagur, ekki dagur tjellinga og skransala. Spilið rokk í útvarpinu, segið brandara sem feministar kveinka sér yfir, seljið brennivín á hálfvirði, sleppið sektum fyrir hraðakstur, leikið ykkur í uppáhaldstölvuleiknum frá morgni til kvölds…
Ef þetta er of mikið, þá að minnsta kosti látið tjellingarnar ekki stjórna dagskrá dagsins í útvarpi og heima hjá ykkur.
Baráttukveðjur
Kallmaðu