Ég ætla að byrja á að skrifa um Bjórbannið. Meðan bjór var bannaður tóku menn upp á því að gera heimabrugg (landa) í staðin fyrir að smygla bjór inn ólöglega. Heimabruggið var ekki unnið af fagmönnum heldur einhverjum verkamönnum og því gat hið drykkurin verið skaðlegur. Svo þegar bjór var leyfður drakk fólk bjór blandaðan af fagmönnum. Bjórinn fór síðan að vera notaður í óhófi og fólk fer að verða háð því og/eða gerir mjög heimskulega hluti eftir of mörg glös. Ókostirnir við að áfeingi verði áfram löglegt er að slys af völdum þess munu halda áfram að gerast og áfram bætast fleiri einstaklingar í þan hóp sem þarf að berjart við að vera Alkóhólistar. Kostirnir eru þeir að ungt fólk getur feingið góðan bjór unnin af fagmönnum og þarf ekki að kaupa ólöglega og jafnvel heilsuspillandi af bruggurum til að skemmta sér.
Umræðan um að lögleiða vændi er nú töluð í fullri alvöru hjá Tælenskum stjórnvöldum (eða var það ekki annars í Tæland?). Kostirnir við lögleiðingu er að hægt er að hafa meira eftirlit og “viðskiftavinirnir” komst ekki upp með að berja vændiskonuna (eða kallinn) og komast hjá greiðslu. Líka verður auðveldara að fylgjast með því hvort allar vændiskonur eru á löglegum aldri. Ókostirnir eru að margar ungar stelpur munu hætta við nám, ég meina, til hvers að læra eitthvað til að fá almeinilega vinnu þegar bara er hægt að selja líkama sinn og græða álíka mikið? Kynsjúkdómar munu breiðast út eins og eldur í sinu, þótt reynt verði að hafa eftirlit með þessu efast ég um að það virki almeinilega. Líklegt er að sumir karlar muni eyða of mikilu í þessa “þjónustu” (meira en vanalega þegar hún er lögleg allavegana) og missa mörg prósent af tekjum sínum í þetta, jafnvel skulda heilan helling bara í þetta og geta síðan ekki borgað( munið hvað gerðist þegar nektardanstaðirnir byrjuðu að hlaða upp skuldarviðurkenningum?). Ef banni verður haldi uppi munu margir verða handtekinir fyrir að versla vændi og margar vændiskonur (ef ekki allar) munu þurfa að sæta ofbeldi af hálfi “viðskiftavinir” og jafnvel að verða ekki borgað. Líka það að konur/stelpa sem hefur leiðst út í vændi þarf að fara í fangelsi ef henni verður náð í staðin fyrir hjálp.
Ég heyrði mjög nýlega þá hugmynd hvort ekki ætti að lögleiða kanabis. Ef það verður löglegt og gefið útá lyfseðil munu margir einstaklingar sem hafa slæma sjúkdóma hafa tækifæri á að lina þjáningar sínar. Ókostirnir eru þeir að fíkniefnaneitendur munu ekki þurfa að hafa fyrir því að smygla efninu inn heldur geta þeir bara stolið því úr næsta apóteki. Sumir (Lítil minnihluti) þeirra sem fá lyfið á lyfseðli geta tekið uppá því að selja þeim sem eru háðir kannabis efnið. Ég hef nú ekki mikið að seigja um kanabisið en nýlega kom hingað grein um lögleiðinguna sem áhugasamir getið sennilega kíkta á (man ekki hvar).
Ég hef ekki meira að skrifa. Ef þið skoðið þetta sjáið þið að kostir og ókostir eru við lögleiðngu og banni á öllu og þó að sum vandamál verði leist koma alltaf önnur í þeirra stað. Ég reyndi að vera hlutlaus þegar ég skrifaði og vona að fá sem minst af skítakasti, hins vegar vil ég sjá hvað öðrum fynnst um þessi mál.
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?