Af einhverjum ástæðum hafa Íslendingar alltaf haft dálæti af danska konungsveldinu og margir hugsa oft hvað það sé gott að búa þar. Við viljum taka upp einhver kerfi af Dönum en ég vil nú segja hvernig það er að búa þar, sem íslendingur og í skóla.

1. Það er verið að tala um rasisma á Íslandi. Hann er til staðar og hann verður alltaf til staðar, þannig er það bara en ég verð að segja að ég hef aldrei komið einhversstaðar þar sem var tekið jafn illa á móti okkur. Við erum alveg eins og danir, við erum ísleningar samt var fólk á móti okkur því að við vorum ekki danir. Danir hugsa þannig að Danmörk er fyrir þá eina. Ef einhver innflytjandi er að tala í sjónvarpinu og tala ekki góð íslenska þá er setja texti fyrir framan svo að danirnir skilja hvað er verið að segja.

2. Skólakerfið í danmörku er bull. Þar er engin krafa lögð á börnin það er aldrei sett fyrir heima og það er ekki neitt. Ég var að vísu bara 8-10 ára en ég skildi vel hvað var að gerast. Litla systir mín sem var 7 ára þótti vera undrabarn því að hún kunni að LESA! Krakkar sem voru í 7. bekk kunnu ekkert endilega að lesa og stóra systir mín þurfti að flytja um bekk svo að hún mundi ekki lenda með eintómum tossum. Þau áttu að gera prósentudæmi sem voru eins og 0.5=50% og þau fengu viku til að gera það. Systir mín eldri var færð um bekk, en hún fór ekki í 8. bekk, hún fór í 7. b. Það var haldin sérstakur fundur því að manneskja frá ÍSLANDI- ALLA LEIÐ FRÁ ÍSLANDI var að koma í bekkinn. Svo þegar það átti að kenna okkur dönsku var ætlast til að við vorum fæðingahálfvitar. Það var talað við okkur eins og við værum einhverjir hálfvitar sem kynnu ekkert að lesa og ekkert að skrifa eða neitt. Það eru til góðir skólar í Danmörku en svona er venjulegir hverfisskólar frá svona venjulega góðu hverfi í DAnmörku.

3. Tóbak og bjór. Ég hefði getað farið 9 ára inn í sjoppu og keypt mér eina kippu af Carlsberg og einn pakka af Camel og bland í poka, reykt þetta og drukkið og enginn hefði gert neitt. Ég er ekki að grínast, ég sá svona 10-12 ára stelpu einu sinni kaupa bjór og tóbak og bland fyrir afganginn. Og er verið að tala um að það sé einhver léilegur viðbúnaður varðandi áfengi og tóbak? Þegar stóra systir mín var að fara á eitthvað ball held ég í 8. bekk var sagt á miðanum: “ATH það má hver og einn aðeins drekka tvo bjóra og eitt vínglas á skemmtuninni.”Þetta eru 15 ára krakkar og þeim er BOÐIÐ upp á bjór.

Ef einhver er að segja að Ísland sé með léilegt skólakerfi, léilegar varnir gegn vímuefnum eða rasisma þá þarf ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna tífalt verri aðbúnað. Ég get svo sagt ykkur að í næstu löndum við s.s. Svíþjóð og Þýskalandi þá er ekki svona. Þjóðverjar, þeir reykja varla ef maður er með ungabarn hjá sér né Svíar en Danir þeir reyktu meir að segja á leikvelli krakkanna í skólanum (þar var reykplássi) og þeir voru með rauðvínsskáp á kennarastofunni. Þetta er svona munurinn á Danmörku og Íslandi í grófum dráttum.

Fantasia