Þegar Bandaríkjamenn réðust inní Írak var hlegið af mér þegar ég fór að tala um hryðjuverkaárásir á Ísland en eftir að Usama Bin Laden gaf það upp að hann skyldi hefna allra þeirra sem studdu bandamenn í þessum árásum þá er kannski farið að íhuga þetta frekar en samt eru ennþá fólk sem hlær af þessu.
Mig langar að fjalla pínulítið um varnirnar á Íslandi gegn hugsanlegum flugvéla-árásum.
Mér persónulega finnst vera alveg hræðilega lélegar varnir gegn flugvélum sem eiga leið sín til landsins og mig langar að nefna nokkur átriði í því sambandi.
1. Aðstaða hersins er við hliðina á Keflavíkurflugvelli og þarf þá aðeins smá beygju á endasprettinum til að fljúga á skýli hersins og það sem þau hafa að geyma. Þetta getur haft í för með sér hræðilegar afleiðingar þar sem yfir 5000 mans vinna á varnarsvæðinu og þá eru þeir ótaldir sem búa í íbúðarhverfinu í “Litlu Ameríku” ?
2. Hallgrímskirkja er áberandi skotmark vegna stærðar sinnar, hún er bara spölkorn frá Reykjavíkurflugvelli og þegar smáflugvélar koma í aðflug fljúga þær í átt að kirkjunni beygja yfir Hljómskálagarðinn og lenda. Með því að sleppa beygjunni væri hægt að fljúga beint á kirkjuna!
3. Kárahnjúkarnir eru kannski ekkert nálægt flugvelli en þegar flugvéla koma frá Danmörku fljúga þær meðfram suðurströndinni og fara þar framhjá Kárahnjúkunum eða einhverstaðar nálægt að ég viti, og spáið í því hversu miklar hörmungar yrðu ef þeir myndu fljúga á stífluna, það þyrftu kannski tvær véla til að komast í gegn en ég tel að þær gætu brotið hana niður á einn eða annan hátt.
Ég hef ekki hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta þetta þannig að ég spyr ykkur!